Íran

Dags. 5. - 19. okt. 2024

14 dagar

Tveir menningarheimar á gríðarfögru svæði sem
á sér mikla sögu

2800 km

Farið er víða um á
merkum slóðum

Mismunandi áfangastaðir

Teheran - Shiraz - Yazd - Kerman - Qeshm - Shiraz

548 000 kr. í tvíbýli
620 000 kr. einbýli

Allur pakkinn innilafinn

Um ferðina

Íran í dag byggir á hinu merka Persaveldi sem var mun stærra og má muna sinn fífil fegri. Saga landsins er einstaklega merkileg og verður henni kynnst í ferðinni. Gríðarleg gestrisni einkennir Írani og erlendir ferðamenn eru velkomnir, öryggi er með besta móti.

Dagur 1, Flug til Írans

Flug frá Leifsstöð í Keflavík, mæting þar a.m.k. tveimur klst. fyrir brottför; millilent og síðan áfram flogið til Írans, lending þar er næsta dag að morgni að staðartíma sem er UTC + 3,5 h ("íslenskur tími" + 3,5 klst.).

Dagur 2, Teheran


Innritun á hótel að morgni og síðan skoðunarferð um höfuðborgina Teheran. Við virðum fyrir okkur iðandi líf austrænna markaða og íburð aðalsins en Mohammed Reza Palavi, Íranskeisara - "Shakh", var steypt í byltingu árið 1979. Skrín Alis ibn Hamzehs, grafreit þeirra Saadis og Hafizar, göngum um fornar götur og öngstræti bæjarins. Hótel 4*.

Kvöldverður.

Dagur 3, Shiraz


Við skoðum Bleiku moskuna, höldum svo til Persepolis og Naqshe rostam, staða sem eru á
heimsminjaskrá UNESCO. Hótel 3*.

Kvöldverður.

Dagur 4, Yazd


Haldið áleiðis til Yazd í bítið, komum til Pasargadae, skoðum grafhýsi Cyrusar nikla foringja
Achaemenid veldisins, heimsminjar UNESCO, og ef tími gefst til göngum við síðdegis um
gamla bæinn í Yazd. Hótel 4*.

Kvöldverður.

Dagur 5, Yazd


Skoðunarferð um Yazd, við skoðum Þagnarturninn, Eldmusterið og Amir chakhmaq torg. Þá komum við í hefðbundinn menntaskóla, svonefndan "zoorkhaneh". Að áliðnum degi bregðumvið okkur í eyðimörkina að klífa sandöldur. Hótel 4*.

Kvöldverður.

Dagur 6, Kerman


Eftir morgunverð höldum við til Kerman, heimsækjum Ganje ali khan byggðina og njótum tedrykkju í tehúsi. Kerman er þekkt vegna listilegrar koparsmíði. Förum í mannfræðisafn.
Hótel 5*.

Kvöldverður.

Dagur 7, Kerman


Skoðunarferð til Mahan, sjáum Prinsagarð og Arge Rayen hverfið.
Hótel 5*


Hádegisverður.

Dagur 8, Qeshm


Ekið til Qeshm eyjar, um 9 tíma akstur. Hótel 3*.

Hádegisverður.

Dagur 9, Qeshm


Farið á höfrungaslóðir á vélbáti, Chah kuh gljúfur skoðað. Hótel 3*.

Kvöldverður.

Dagur 10, Qeshm


Skoðunarferð til Hormuz eyjar, heils dags ferð. Hótel 3*.

Kvöldverður.

Dagur 11, Qeshm



Farið á sjávarströnd, leigður vélbátur, hægt að kafa, fiska eða synda. Hótel 3*.

Kvöldverður.

Dagur 12, Shiraz



Ekið um 9 h til baka til Shiraz – heils dags ferð. Hótel 4*.

Hádegisverður.

Dagur 13, Shiraz



Morgunheimsokn á Vakil bazaar og í Saraye moshir til minjagripakaupa fyrir hádegi, þá til baka á hotel að pakka og dunda sér. Um kvöldið snæddur kveðjumálsverður.
Afnot af herbergjum eru heimil til brottfarar í flug.
Hótel 4*.

Kvöldverður.

Dagur 14



Brottfarartími í Qatar flugið er um 01:00. Haldið heim.

Farið er frá Teheran til Qeshm eyjar

  • VERÐ

    Tvíbýli: 548 000 kr.
    Einbýli: 620 000 kr.
  • INNIFALIÐ

    • Flug og flugvallarskattar;
    • Tengiferðir við flugstöð, þ.e. rúta til / frá hóteli;
    • Gisting í tvíbýli samkvæmt dagskrá;
    • Allar skoðunarferðir og flutningar samkvæmt dagskrá;
    • Íslensk fararstjórn;
    • Enskumælandi leiðsögumaður alla ferðina;
    • Morgunverður alla morgna og málsverðir með drykk samkvæmt dagskrá;
    • Hressing við akstur;
    • Aðgangseyrir að minjum, söfnum og görðum samkvæmt dagskrá;
    • Aðstoð við vegbréfsáritun.
  • EKKI INNIFALIÐ

    • Vegabréfsáritunargjald á flugstöðinni við komu.
    • Gjald á hótelum fyrir þvott, aukaþjónustu og símtöl úr herbergjum.

Fyllið út til að bóka ferð

HAFA SAMBAND

Sími: 770 50 60

+7 916 125 12 90

bjarmaland.travel@gmail.com

(póstfang: Hrauntunga 111, IS-200 Kópavogur, Iceland)

Made on
Tilda