Um ferðina
Hið merka land Viet Nam hefur að bjóða ótrúlegt úrval landslags og lita - suðrænna skóga og hrísgrjónaakra, fjallstinda og þúsunda kílómetra stranda með hvítum sandi. Firðir og flóar, eyjur og að sjálfsögðu sjórinn, þaðan sem sjávarfangið kemur á borð landsmanna og gesta þessarar merku þjóðar. Við siglum m.a. á Halong flóa en hér samræmast taktur stórborganna og austræn yfirvegun sveitaþorpa, sjávarniðurinn og litprýði fornra aldingarða. Þjóð Víet Nams á sér að baki mikla sögu, stríð og blóðuga baráttu sem hafa skilið eftir hræðilegar minningar og djúp sár sem ekki eru gróin enn. Þjóðin hefur hins vegar haldið í mikla menningararfleið öldum saman og má þar nefna byggingarlist Hanoi og Ho Chi Min-borga (Saigon). Saga landsins endurspeglast í áhrifum nýlendutímans og aðdráttarafli hinar friðelskandi búddamenningar - eiginleika austrænnar speki og visku.