Um ferðina
Silkileiðin mikla í Mið - Asíu er verslunarleiðin sem tengdi tvær helstu siðmenningar heims á miðöldum – Austrið og Vestrið, öldum saman fóru hér úlfaldalestir um á leið sinni frá Kína til Miðjarðarhafslanda; varningurinn var silki, krydd, gimsteinar og postulín. Tashkent, Samarkand og Bukhara eru borgir sem allt til dagsins í dag geyma minningu um stórvirki meistara á borð við Alexander mikla og Gengis Khan, að ógleymdum hetjum heimamanna Tímurlan, barnabarni hans Ulum Bek stjörnu- og stærðfræðingi og Ómari Khajam vitringi.
Við kynnumst þessari stórmerkilegu sögu, skoðum fornar menntastofnanir og smökkum á réttum heimamanna en austræn matarmenning á fáa sína líka. Einnig er farið til nágrannalandsins í suðri - Túrkmenistans, það er stundum kallað "lokðasta land heims" og á einnig ríka menningararfleið. Metnaðarfull uppbygging á sér nú stað og gestrisni heimamanna er einstök. Þetta er ferð sem lætur engan ósnortinn.