Um ferðina
Að koma til Indlands í fyrsta skipti er eins og að verða ástfangin í fyrsta skipti - það gleymist aldrei. Indland – landið þar sem kýrin er heilagt dýr. Ríkið sem fljótlega verður fjölmennasta land heims, er eins og heil heimsálfa með öll sín þjóðarbrot, tungumál og trúarbrögð. Hér skiptast á fátækt og ríkidæmi, austræn og bresk áhrif, hindúismi og múslímatrú. Við byrjum ferðina á „Gullna þríhyrningnum" - dyrunum að hinu ævintýralega og dularfulla Indlandi, einu elsta menningarríki heims. Litadýrð, gestrisni og hlýtt viðmót Indverja er nokkuð sem lætur engan ósnortin en heimspeki og lífsviðhorf þeirra er í mikilli andstöðu við streitta Vesturlandabúa. Við kynnumst höfuðborginni Delhi - gamla og nýja hlutanum, bleiku hallarborginni Jaipur og Agra, þar sem sjálft „hof ástarinnar" Taj Mahal bíður okkar í allri sinni dýrð. Í lok ferðar eru skoðunarferðir í bland við afslöppun og hvíld við eina af bestu baðströndum heims í suðurhluta Indlands - Góa. Slíkt verður gott þegar að Vetur konungur herjar á Ísland. Mikil gestrisni einkennir heimamenn og öryggi er með besta móti.