Umsagnir farþega

 

„Þetta eru ein besta ferð sem við hjónin höfum farið og höfum við víða ratað.  Við erum nú búin að fara í tvær siglingar með Bjarmalandi og förum sennilega aftur" 

 

 

„Getum ráðlagt öllum Bjarmaland, það var dekrað við okkur í mat og drykk allan tímann og það sem þeir bjóða upp á er á háklassamælikvarða!" 

 

„Frábært að koma á svona framandi slóðir í  eins skemmtilegum og jákvæðum félagsskap. Það er eindregið hægt að mæla með ferð með Bjarmalandi!"


„Þetta er meiriháttar svæði, menningin og sagan er þarna við hvert fótmál og því öllu eru gerð verulega góð skil“


„Það er alveg frábært að kynnast svona fjarlægum þjóðum á þennan hátt. Ég lít Rússana allt öðrum augum héreftir“„Frábær ferð í alla staði, skipulag og framkvæmd til fyrirmyndar, allt stóðst og meira en það!“    


„Æðisleg ferð!  Félagsskapurinn frábær og alltaf eitthvað við að vera. Meirháttar skoðunaferðir á daginn og skemmtanir á kvöldin.  Ég hef sennilega aldrei skemmt mér svona vel í ferð áður!"      

 

„Það var mjög gaman að koma til Mið-Asíulanda í fyrsta skipti, kynnast allri þessari sögu og miklu menningararfleið sem sést mjög vel á Silkileiðinni miklu"