Uppskeruhátíð í Kákasusfjöllum

sl9s 

Georgía – landið í Kákasusfjöllum    

Ferð til einstaks lands sem er frægt fyrir matarmenningu og vönduðustu vín heims! 

Þegar Guð skipt jörðinni meðal þjóða heims voru georgíumenn seinir til þar sem þeir voru við veisluhöld og þegar þeir komu var þegar búið að skipta löndunum.  Guð spurði þá hvar þeir hefðu verið og fékk þau svör að þeir hafi setið að drykkju, spurði Guð af hvaða tilefni veisluhöld hafi verið og var svarið. „Skálað var fyrir þér, fyrir okkar þjóð og fyrir heiminum“.  Guð kunni vel að meta svarið og sagði þeim að allt land væri nú úthlutað en að hann hafi haldið eftir litlum skika fyrir sig en núgæfi hann það til Georgíumanna. Þetta land er undursamlega fagurt og gestrisni landsmanna er einstök, þetta er land til að dást að og njóta að eilífu. 
Fegurð Georgíu er ómögulegt að lýsa, aðeins er hægt að syngja um hana, í hvert sinn sem Georgíumenn hafa tækifæri til kyrja þeir um fegurð landsins í margradda söngvum og kraftmikill dansinn dynur.
Náttúrufegurð landsins er rómuð og hinnar fornu sögu ber víða merki.  Frumkristni á hér djúpar rætur í kirkjum og klaustrum inn á milli ægifagurra Kákasusfjalla, þar sem snjórinn bráðnar ekki, jafnvel á sumrin.  Gróðursæld er mikil og í dölum vex gnótt ávaxta og grænmetis, auk hins rómaða vínviðar.
Skáld og listamenn hafa fengið hér innblástur og má nefna rússnesku meistarana Púshkin, Lermontov og Tolstoy í því sambandi. 

 

UPPSKERUHÁTÍÐ Í KÁKASUSFJÖLLUM10 d/9 n

Tbilisi – Sighnaghi – Gurjaani – Telavi – Borjomi – Kutaisi – Samegrelo – Mtskheta – Tbilisi 

8. - 17. OKTÓBER 2016

Dagur 1: Tbilisi                                                                                              Uppselt

Komið til Tbilisi. Leiðsögumenn taka á móti okkur. Innritun á hótel. Skoðunarferð í Tbilisi. Höfuðborg Grúsíu er einstæð. Hún stendur á nokkrum hæðum og forn hverfi standa á stöllum í brekkunum. Áin fagra Kúra með myndræna klettabakka sína rennur í gegnum borgina endilanga.  "Gamli bærinn"sögulegur miðbær Tbilisi við rætur Mtatsminda (Fjallsins helga). Næstum hvert einasta hús í Gamla bænum er sögulegur og menningarlegur minnisvarði, í þessum bæjarhluta ríkir ávallt glaðværð. Hér ganga ferðalangar um, einir eða í hópum, sumir eiga stefnumót við ástvin sinn hjá Klukkuturninum. Brúðuleikhússtjórinn Rezo Gabriadze lét nýlega reisa þennan furðuturn. Hér sýna listamenn myndir sínar og málverk, handverksmenn bjóða minjagripi af ýmsu tagi. Húsin eru ekki meira en þrjár hæðir í gömlum Tblisi byggingarstíl, úr múrsteinsveggjum með timbursvalir.  Tbilisi er einn af fáum stöðum í veröldinni þar sem rétttrtúnaðarkirkja, kaþólsk kirkja, synagóga og moska standa friðsamlega í sama hverfi, Gamla bænum. Nokkrir viðkomustaðir í skoðunarferðinni: Metekhi kirkja (V. öld), Narikala virki (IV. öld), Sioni dómkirkja (VI.-VII. öld), Antsjiskhati Maríukirkja – elsta kirkja sem varðveist hefur, þrenn­ingar­musterið Tsminda Sameba – höfuðkirkja grúsnesku Rétttrúnaðarkirkjunnar. Líður að kvöldi í Tbilisi. Við smökkum grúsneska rétti í veitingahúsi. Síðan gefst okkur kostur á (gegn aukagjaldi) að fara í Þjóðdansahús og njóta ógleyman­legra grúsneskra dansa og þjóðlaga. Þokkafullar hreyfingar, dásamleg fimi og unaðsleg sýningin seiðir okkur til gamalla tíma - til Grúsíu fornu. Á meðan á sýningu stendur er gestum boðið grúsneskt vín og sælgæti. Gisting. 

Dagur 2: Tbilisi – Sighnaghi – Gurjaani – Telavi

Morgunverður. Farið til Sighnaghi – "borgar ævarandi ástar". Á leiðinni er komið við í klausturþyrpingu St. Ninos í Bodbe þorpi og við grafreit St. Ninos, sem færði Grúsíu kristindóminn. Skoðunarferð til fornu borgarinnar Sighnaghi, sem stendur uppi á fjallshrygg með útsýni yfir Alazani dal. Á eftir er farið í Gurjaani vínhúsið (síðan 1864). Þar verður okkur kennt hvernig á að bera sig að við að verka grúsneskt eðalvín og varðveita það í leirámum sem nefnast Kvevri. Kvevri-in eru þarna grafin í jörðu. Smökkun á grúsneskum eðalvínum fer fram í Marani - víngarði Gurjaani vínhússins. Þá verður sýnt hvernig á að brugga tsjatsja (grúsneskt vodka – styrkleiki 45%) og grúneskt sælgæti – tsjurtsjkhela (það eru hálfar valhnetur á streng sem er fyrst dýft í heitan aldinlög úr greipi og síðan í kalt vatn). Við getum bakað brauð sem tíðkast í Kakheti héraði nefnt “dedas puri” (mömmubrauð) og tilreitt þjóðarréttinn – khinkali, sem við snæðum síðar við kvöldverðinn. Sjá má hvernig shashlik er tilreiddur úr hráu kjöti á grilli sem nefnist mangal. Á eftir er gestum boðið til kvöldverðar í veglegum sal skreyttum að grúsneskum hætti. Þar við arininn verða bornar á borð grúsneskar kræsingar en þjóðdansaflokkur syngur og dansar. Komið til Telavi – stjórnmiðstöðvar Kakheti héraðs. Innritun á hótel. Gisting. 

Dagur 3: Telavi – Napareuli – Tbilisi

Morgunverður. Farið á Telavi markaðinn. Komið á safn – virkið Erekle II, þar sem Georgievsk samningurinn við Rúss­neska keisaraveldið var undirritaður. Skoðuð Alaverdi dómkirkjan – næsthæsta kirkja (50 m) í allri Grúsíu, og síðan farið í Ikalto akademíu (X.-XI. öld) þar sem Shota Rustaveli, frægt grúsneskt skáld og heimspekingur frá tólftu öld, hlaut menntun sína. Shota Rustaveli er höfundur ljóðsins “Riddarinn í hlébarðaskinninu”.  Komið til marani – víngarðs í Napareuli. Vínsmökkun og hefðbundinn grúsneskur kvöldverður. Í þessari skoðunarferð sjáum við lokaða og opna víngarða, sjáum hvernig Tsjatsja (grúsneskt vodka) er bruggað. Vínsmökkun á meðan þjóðlagakór syngur. Mönnum gefst kostur á að tína vínber og pressa þau, baka brauð, og tilreiða khinkali, tatara og Tsjurtsjkhela (grúsnesk sætindi). Komið til Tbilisi. Gisting.

Dagur 4: Tbilisi – Borjomi – Kutaisi

Morgunverður. Haldið til Kutaisi. Á leiðinni er komið við í Borjomi þjóðgarðinum þar sem bragða má þekkta Borjomi ölkelduvatnið beint úr lindinni. Borjomi þjóðgarðurinn er sá fyrsti sinnar tegundar í Kákasus og er talinn einn sá stærsti í allri Evrópu. Skoðunarferð í forna borg – Kutaisi. Hún er 3 000 ára gömul. Skoðum klaustur og akademíu Gelati (XII. öld) sem Davíð IV, byggjandi, lét reisa. Klaustrið er á heimsminjaskrá UNESCO. Skoðum dómkirkju Bagrati (XI. öld) og Motsameta – “klaustrið þar sem fýsnum má svala”.  Um kvöldið er eldamennskutími: kennt er að tilreiða imeruli khatsjapuri – ostböku frá Imereti héraði, kjúkling – Tsjkhmeruli og eggaldin fyllt með hnetusósu. Síðan eru fullgerð “meistaraverkin” brögðuð. Gisting.  

Dagur 5: Kutaisi – Martvili – Nokalakevi – Kutaisi

Morgunverður. Skoðunarferð í dómkirkjuna Martvili (Tsjkondidi). Þetta forna klaustur er nefnt í fornum heimildum Tsjkondidi klaustrið. Það var reist þar sem hinn frægi konungur Grúsíu Davíð byggjandi ólst upp. Þar var “scriptorium” þar sem ritmunkar endurrituðu forn handrit úr víðri veröld. Þá er farið til borgarinnar Nokalakevi, þar eru fornar sögulegar byggingarminjar. Fyrrum var staðurinn þekktur meðal sagnfræðinga sem Archaeopolis. Sagan segir að Argóarfarar hafi stolið Gullna reyfinu úr þessari borg. Um kvöldið fræðumst við frekar um töfra grúsneskrar matargerðarlistar. Kvöldið er helgað ostum í Grúsíu. Við reynum að búa til frægan grúsneskan ostarétt – suluguni og Elarji – úr kornrétti og suluguni. Þá tekur við smökkun réttanna og annarra grúsneskrar kræsinga. Gisting.     

Dagur 6: Kutaisi – Mtskheta – Tbilisi

Austur Grúsía er fræg fyrir sína frumlegu rétti. Á leiðinni til baka til Tbilisi sjóðum við hina frægu Khinkali – kjöthleifa.  Morgunverður. Lagt upp til Tbilisi. Á leiðinni verður komið við í fornu höfuðborginni Mtskheta – borgin er á heims­minjaskrá UNESCO. Í kjallara Svetitskhoveli dómkirkjunnar (1010-1029) er að finna einn dýrasta helgidóm gjörvallrar kristninnar - kyrtil Krists, en kyrtilinn flutti hingað á sínum tíma Ellious, gyðingur frá Mtskheta sem hafði orðið vitni að krossfestingunni. Hér hvíla líka margir af konungum Grúsíu. Þá má sjá Samtavro klaustrið, þar sem brómberjarunnar blómgast og bera ávöxt árið um kring. St. Nino – upplýsingarmaður frá IV. öld - átti heima í grenndinni og flutti lýðnum boðskap sinn. Í kirkjunni eru varðveitt kraftaverkaíkon Guðsmóður frá Íberíu og hins sæla Ninos, gröf Mirians kóngs og Nönu drottningar, og jarteiknir dýrling­anna St. Abibos Nekreselis og St. Shios Mgvimelis. Við skoðum klausturmusterið Jvari (VI. öld).  Hér í Mtskheta heimsækjum við heimavíngarð gestrisinnar grúsneskrar fjölskyldu. Smökkun grúsneskra vína og tsjatsja + eldamennskutímar + ljúffengur kvöldverður. Þetta verður ógleymanlegt. Smökkuð eru vín úr hefðbundnum leirámum. Tvær gerðir af borðvínum: rautt og hvítt, tvær gerðir af tsjatsja: hvítt og litað. Gestgjafinn er sagnfræðingur og vínkaupmaður, svo að á meðan smökkun fer fram fræðir hann okkur um sögu víngerðar og vinberjaræktar í Grúsíu. Eftir að hafa smakkað grúsneska réttinn khinkali og kynnst því hvernig hann er búinn til, þá áttum við okkur á því að tilreiðsla hans er vandaverk. Enda er Khinkali frábrugðinn öðrum kjöthleifum. Komið til baka til Tbilisi.  Ef óskað er eftir (gegn aukagjaldi) verður efnt til smökkunar freyðivína hjá JSC “Bagrationi 1882” – fyrsta fyrirtæki sem fæst við bruggun freyðivína í Grúsíu. Víngerðin Bagrationi 1882 er uppgerð með nýjasta ítalska búnaði. 

Dagur 7: Tbilisi - Ananuri - Gudauri - Kazbegi - Tbilisi

Morgunverður. Lagt af stað um morguninn frá Tbilisi áleiðis til Stepantsminda (Kazbegi). Á leiðinni skoðum við sérkenni­legt Ananuri virkið (XVI. öld), sem gnæfir yfir Aragvi ánni, og sömuleiðis sjáum við undurfagurt Zhinvali lónið. Síðan er ekið fram hjá skíðastaðnum Gudauri (2200 m), furðuleið meðfram Tergi ánni, yfir Kross-skarð (2400 m), og komum við þá til Stepantsminda (Kazbegi). Skoðunarferð um Kazbegi: kirkja hinnar Helgustu Gergeti þrenningar (2170 m y.s.). Þegar vel viðrar blasir við undurfagurt útsýni til fjallsins Kazbeg (5147 m), eins hæsta tinds í Grúsíu. Ekið til baka til Tbilisi. Kvöldverður. Gisting. 

Dagur 8: Tbilisi - Gori - Uplistsikhe - Tbilisi

Morgunverður. Síðan ekið til Gori. Skoðunarferð um hellabæinn forna - Uplistsikhe (I. árþúsund f. Kr.), unnið hefur verið að endurreisn hans öldum saman, og má sjá þar meira en 700 hellisskúta og vistarverur, ma. vínkjallara, brauðgerðir, leikhús í fornum stíl, og móttökusal Tamöru drottningar, sem varðveist hefur til þessa dags. Þá er komið að því að fara í Stalínsafnið. Því er skipt í þrjá hluta - safn, hús og járnbrautarvagn Stalíns. Ekið til baka til Tbilisi. Kvöldverður. Gisting. 

Dagur 9: Tbilisi

Morgunverður. Frjáls dagur. Þjóðdansar og söngvar við kveðjukvöldverð. Gisting. 

Dagur 10: Tbilisi

Morgunverður. Frjáls tími, minjagripakaup og annað sem hugurinn girnist þar til hótel er yfirgefið og ekið á flugvöll.


VERÐ Á FERÐALANG:

Tvíbýli: 379.000 kr

Einbýli: 448.000 kr

Innifalið í verði:

 • Gisting á 3* hótelum: 6 nætur í Tbilisi, 2 nætur í Kutaisi og 1 nótt í Telavi, hefðbundin tveggja manna herbergi;
 • Hálft fæði: 9 morgunverðir og 9 kvöldverðir;
 • Fólksflutningar í samræmi við dagskrá;
 • Íslensk fararstjórn og enskumælandi leiðsögumaður í samræmi við dagskrá;
 • Kennslustund í matargerð í Gurjaani;
 • Kennslustund í matargerð í Napareuli;
 • 2 kennslustundir í matargerð í Kutaisi;
 • Kennslustund í matargerð í Mtskheta;
 • Vínsmökkun í Napareuli;
 • Smökkun á grúsneskum vínum í Gurjaani, Napareuli og Mtskheta.

Ekki innifalið í verði:

 • Hádegisverðir;
 • Þjónusta ótalin að ofan;
 • Smökkun freyðivína - 20 EUR á mann;
 • Miðar í leikhús;
 • Einkaútgjöld, svo sem þjórfé.

  1

 

3

 

 2

 

 4

 

5

 

6

 

9

 

12

 

7

 

13

 

10

 

11

 

*