uzbek

Silkileiðin mikla í Mið - Asíu er verslunarleiðin sem tengdi tvær helstu siðmenningar heims á miðöldum – Austrið og Vestrið, öldum saman fóru hér úlfaldalestir um á leið sinni frá Kína til Miðjarðarhafslanda; varningurinn var silki, krydd, geimsteinar og postulín. Tashkent, Samarkand og Bukhara eru borgir sem allt til dagsins í dag geyma minningu um stórvirki meistara á borð við Alexander mikla og Gengis Khan, að ógleymdum hetjum heimamanna Tímurlan, barnabarni hans Ulum Bek stjörnu- og stærðfræðingi og Ómari Khajam vitringi.

Við kynnumst þessari stórmerkilegu sögu, skoðum fornar menntastofnanir og smökkum á réttum heimamanna en austræn matarmenning á fáa sína líka. Gist verður í tjöldum í eyðimörkinni Kysil Kum og prófaður ferðamáti fornaldar, þ.e. riðið á úlföldum. Í höfuðborginni Tashkent er metnaðarfull uppbygging og er borgin í andstöðu við hið rólega líf sveitafólksins úti á landi.  Þetta er ferð sem lætur engann ósnortin.

 ÚZBEKISTAN  „SILKILEIÐINMIKLA", 14 d/13 n

Tashkent - Samarkand - Aidarkul vatn - Bukhara - Tahskent - Fergana - Osh - Bishkek - Issyk Kul - Bishkek 

Dags.  október 2017

Dagur 1,    Keflavík – Tashkent

Flug frá Keflavík og áfram til Tashkent síðar um daginn.

Dagur 2,   Tashkent

Lending í Tashkent um morgun að staðartíma (UTC+5) og við komum okkur fyrir á hóteli þar. Eftir morgunverð er hvíld, síðan hádegismatur og skoðunarferð um hina sólríku höfuðborg Úzbekistans sem á sér 2000 ára gamla sögu.Gamli bærinn, Kafal Shashi grafhýsið, Barak khan menntastofnunin og Oliy Majis miðstöðin. Sjónvarpsturninn og Höll vináttu þjóðanna, báðar byggingar frá Sovéttímum og mið-asísk listasýning í Abul Kosim stofnuninni. Kvöldverður á þjóðlegum veitingastað.

Dagur 3,   Tashkent - Samarkand                          

Eftir morgunverð er ekið í járnbrautarlest 08:00 - 10:20 til einnar elstu (2 544 ára) og fegurstu borgar heims - Samarkand (~300 km) en nafn hennar útleggst sem „Steinvirkið". Skoðunarferð um hina merku borg sem er á Heimsminjaskrá UNESCO en aðaltorgið kallast Registan. Austrænn markaður þar sem teppi, hljóðfæri og ýmis handiðn er til sýnis og sölu í „madrassah“ menntastofnun sem tilheyra moskunum.  Tónlistarmenn leika á hljóðfæri heimamanna. Guri Amir, grafhýsi Timurlans hins fróða, einnar af þjóðhetjum Úzbeka. Gist í Samarkand.

Dagur 4,   Samarkand

Í dag skoðum við staðinn þar sem Ulugbek hinn forni vísindamaður stundaði stjörnufræði og önnur vísindi í fornöld, talsvert á undan Evrópumönnum. Afrosiab safnið með máluðum veggmyndum (freskum) frá 7. öld.  Hinn líflegi austræni borgarmarkaður, Shali Zindah og Bibi Khanum moskurnar. Gist í Samarkand.

Dagur 5,    Samarkand - Aidarkul vatn  

Ekið til Aidarkul vatns, hægt er að stinga sér til sunds í vatninu, lautatúr „piknikk“  -  hádegismatur við vatnið og útilega -  gist í „júrtum“ eyðimerkurtjöldum (hugsað er fyrir þægindum fyrir vestræna ferðamenn). kvöldmatur við varðeld með þjóðlagasöngvurum og hljóðfæraleikurum.

Dagur 6,   Aidarkul vatn - Bukhara

Ekið til Bukhara eftir þjóðvegum landsins. Mohi Hosa sumarhöll síðasta Emírsins, 20 km frá borginni, skoðuð og Chor Minor hin fjögurra turna moska.  Gist í Bukhara.

Dagur 7,   Bukhara  - Tashkent (flug)

Skoðunarferð um Bukhara, gamli borgarhlutinn með Ark virkinu og Bolo Hauz mosku. Teppa-, skartgripa- og handverksmarkaður í fornum stíl. Ismail Samani grafhýsið og Chashma Ayub, Kalyan minarettur (turnar) Hádegismatur á heimili í gamlabæ, síðan skoðað kórhús frá 19. öld indverskum stíl, Maggoki Attori mosku, Lyabi Hauz torg og Kukeldash Madrassah. Um kvöldið verðum við gestir í Ndir Divan Begi „madrese“ menntastofnunni.  Kvöldflugið til Tashkent kl. 20:00, gisting þar. 

Dagur 8,    Tahskent - Fergana

Farið til Fergana dalsins sem Úzbekistan, Tadzhikistan og Kyrgystan ráða nú yfir en héðan er stutt yfir til Kínaveldis.  Grikkir, Kínverjar, Persar og Rússar hafa á mismunandi tímum ráðið yfir svæðinu sem tilheyrir Silkileiðinni miklu. Svæðið er ríkt af jarðefnum s.s. kolum og járni, undir Sovétvaldi var lögð mikil áhersla á baðmullarrækt.  Í Fergana dal eru sögulegar minjar í Rishtan, Margilan og Kokand þar sem verða má vitni að fornri frægð svæðisins. Miðaldabyggingar og vinnustofur þar sem postulín, keramik og sikli er unnið. Gist í Fergana.

Dagur 9,    Fergana - Osh - Bishkek (flug) 

Ekið að landamærum Úzbekistans og Kyrgystans og farið þar yfir í varðstöðinni Dustlik. Kvöldflugið frá Osh sem oft er kölluð „syðri höfuðborg“ Kyrgystans. Flogið yfir hina miklu fjallgarða til Bishkek - höfuðborgar lýðveldisins, gisting þar. 

Dagur 10,    Bishkek - Issyk Kul vatn

Ekið til hins einstaka stöðuvatns Issyk Kul (250 km, um 4 klst) og Burana turninn frá 10. öld heimsóttur í leiðinni. Við komum til fjallastöðuvatnsins og skráum okkur inn á hóteli, hvíld á ströndinni, sund og sólbaðsaðstaða.

Dagur 11,   Issyk Kul stöðuvatn

Ekið til Karakol og á leiðinni komið við í safninu um rússneska landkönnuðinn og vísindamanninn Nikolai Prezhevalsky (e.t.v. launfaðir Stalíns) sem rannsakaði vatnið og fjöllin hér í 20 ár á gifturíkum ferli sínum. Skráning inn á hótel og frekari hvíld.

Dagur 12,   Issyk Kul - Bishkek

Farið til Bishkek (~ 400 km) - ekið gegnum landbúnaðarhéröð landsins og komið sér fyrir á hóteli þar. Kveðjukvöldverður með hljóðfæraslætti og dansi.

Dagur 13,    Bishkek

 Frjás dagur í Bishkek, síðdegis verður skipulögð heimsókn á austrænan markað og í einn  helsta skemmtigarð borgarinnar (Tívolí). 

Dagur 14,    Bishkek

  Ferðalok, hótel yfirgefið að loknum morgunverði og ekið út á Manas flugvöll þaðan sem  flogið er áleiðis til Keflavíkur.

VERÐ
TVÍBÝLÍ  > 488 000 kr
EINBÝLÍ  > 
540 000kr   

Innifalið í verði:   

  • Flug og flugvallarskattar
  • Skoðunarferðir í dagskrá
  • Inngangur á söfn
  • Fullt fæði
  • Rútuakstur
  • Töskuburður
  • Staðarleiðsögumenn og íslensk fararstjórn. 

Ekki innifalið:

  • Drykkir
  • Ljósmynda- (myndbanda) gjald í söfnum
  • Þjórfé.

 

aphoto147

atashkent uzbekistan

akhivaa

asamarkand-f

abuhara0

aferganskaya-dolina-300x225

aissyk

abishkek

 

 

Tungumálið   

Úzbekska er töluð af um 40 milljón manns, aðallega í Mið-Asíu, stofnin er af tyrkneskum meiði en nokkur áhrif eru ú rússneskku, arabísku og persneskum málum. Rússneska er útbreidd og enskan sækir á.

Úzbekskur orðalisti

Uppbyggjandi er að geta aðeins tjáð sig á máli heimamanna og tryggir það góð samskipti þjóða í millum. Við setjum hér inn orðalista á úzbekstu.  Óskum góðs gengis! :-)

English -  Uzbek

GREETINGS
Hello/Hi - Assalomu Aalaykum
Good day - Hayrli kun
Good evening - Hayrli kech
Good night - Hayrli tun
Good bye - Hayr
See you soon - Kurishguncha
My name is - Mening ismim
Nice to meet you - Tanishganimdan hursandman
Do you speak English? - Inglizcha gaplashasizmi?
Yes, I speak English? - Ha, inglizcha gaplashaman
No, I don't speak English - Yoq, inglizcha gaplashmayman
I am from ( UK, USA, Europe) - Men (Amerikadan, Avstraliyadan, Evropanda) keldim

RESPONSES
Yes - Ha
No - Yoq, inglizcha gaplashmayman
That depends - Vaziyatga boghliq
I don't know - Bilmayman
I don't think so - Unday deb uylamayman
I think so - Shunday deb uylayman
It doesn't matter - Farqi yoq
I don't mind - Qarshi emasman
Of course! - Albatta
True - Rost
I agree - Roziman
I disagree - Noroziman
With Pleasure - Jonim bilan

QUESTION WORDS
Where? - Qaerda?
When? - Qachon?
Why? - Nimaga?
What? - Nima?
Who? - Kim?
How? - Qanday qilib?
How much/many? - Qancha?
What are you doing? - Nima qilayapsan?
Could you help me? - Yordam bera olmaysizmi?
Congratulations! - Tabriklayman
Good luck! - Omad yor bulsin
Enjoy the meal! - Yoqimli ishtaha
Take care! - Ehtiyot buling
Thank you for your help - Yordamingiz uchun rahmat
You are right - Siz haqsiz
You are so kind - Siz juda mehribonsiz

ETIQUETTE
Please - Iltimos
Thank you (very much) - (Katta) rahmat
Excuse me - Kechirasiz
With Pleasure - Bajonidil
I am sorry, but.. - Kechirasiz-u lekin….
May I…? - … maylimi?
Repeat, please - Qaytarib yuboring, iltimos.
Hope to see you again - Yana kurishamiz degan umiddaman.
Welcome - Hush kelibsiz!

AIRPORT
Can I fly there by plane? - Men u erga samolyotda uchib bora olamanmi?
Where is the information office? - Malumothona qaerda?
What time is my flight? - Mening reysim soat nechida?
(Is it) flight number …? - Bu reys raqamimi?
How long is the flight to …? - … ga uchish necha soat davom etadi?
Where can I book (buy) a plane ticket? - Aviachipta qaerdan sotib (bron qilib) olsam buladi?
When does the plane take off (arrive)? - Samolyot qachon jonab ketadi (qonadi)?
Where can I have my luggage registered? - Yukimni qaerda ruyhatdan utkazishim mumkin?
Where can I check the luggage? - Yukimni qaerda tekshirishim mumkin?
This is my luggage claim - Bu mening yukimga bolgan sorov?
Where can I pick up my luggage? - Yukimni qaerdan olishim mumkin?
How much luggage can I take? - Qancha yuk olishim mumkin?
How much should I pay for the excess weight? - Vaznidan ortiqcha yukka qancha to'lashim kerak?
I've carry-on luggage only - Mening qol sumgina bor
I've three pieces of luggage - Menda uch bolak yuk bor
Where is the left luggage office? - Yukhona qaerda?
I've got a lot of luggage - Menda yuk kop
I want a porter - Menga yuk tashuvchi kerak

RESTAURANTS (MEALS)
I am starving (hungry) - Men ochman
Is there a restauratn nearby? - Yaqin yerda restoran bormi?
Which restaurant would you recommend us? - Menga yahshiroq restoran tavsiya etasizmi?
What's the name of the restaurant? - Restoranning oti nima?
Is there a place where we can have a quick meal? - Bu yerda biror café bormi?
Could you, please, bring me the menu? - Menyuni bering, iltimos.
I would like to dring water (beer, wine, vodka) - Men suv (pivo) ichmoqchiman.
Could you ,please, bring me … - Menga … olib kelasizmi?
Let me say a toast - Tost aytishga ijozat bering
Could you help me, please? - Yordam bera olmaysizmi?
Could you show me where WC is? - Tualet qaerdaligini korsatisizmi?
To us! (toast) - Bu tost biz uchun!
To our friendship! - Dostligimiz uchun!
Thanks for the time you have spent with me - Menga ajratgan vaqtingiz uchun rahmat
It was a very nice evening, thanks - Ajoyib kecha boldi rahmat

SHOPPING
I would like to buy … (a shirt) - Men (koylak) … sotib olmoqchiman
How much does it cost? - Bu qancha?
What size is that? - Bu qaysi razmer?
I need the size 44 - Menga qirq tortinchi (44) razmer kerak
Which country manufactured it? - Qaerda ishlab chiqarilgan?
Does it feat me? - Yarashdimi?
What would you advise? - Nima maslahat berasiz?
I like it - Menga yoqti
I don't like it - Menga yoqmadi
I'll take it - Buni olaman
Where is cashier? - Kassir qaerda?
How much should I pay? - Qancha tolashim kerak?
Have a nice day! - Kuningiz hayrli bolsin!
Thank you for your help! - Yordamingiz uchun rahmat
You are so kind! - Siz mehribon inson ekansiz

SHOPPING
What time is is? - Soat necha boldi?
Second - Sekund
One'o clock - Soat bir
One-oh-five - Birdan besh minut otdi
A quarter to two - On beshta kam ikki
Ten to two - Onta kam ikki
One - Bir
Two - Ikki
Three - Uch
Four - Tort
Five - Besh
Six - Olti
Seven - Yetti
Eight - Sakkiz
Nine - Toqqiz
Ten - On
Eleven - On bir
Twelve - On ikki