Siglingar Rússlandi - mism. dags.

Sigling Keisaraleiðin Moskva - Pétursborg/Pétursborg -Moskva, 11d/10n 

Moskva - Úglíts - Jaroslavl - Goritsy - Kizhi - Mandrogi - Pétursborg 

 

 

Dagur 1 Keflavík –  Moskva

Flug til Moskvu og tekið er á móti farþegum af fulltrúum ferðaskrifstofu við útgönguhlið úr tolli. Rútuferð að hafnarbakka og flutt um borð í skip sem liggur við landfestar á Moskvu ánni í norðurhluta borgarinnar. Fundur þar sem farið er yfir hentug atriði og sameiginlegur kvölverður í veitingasal skips, skemmtiatriði  og dans í sölum skips .

Dagur 2 Moskva

Skoðunarferð um Moskvu: Leningradsky breiðgatan og Tverskaja aðalgata borgarinnar (áður Gorkystræti), frjáls tími á Rauða torginu og GUM verslunarmiðstöðin. Alexandrovsky garður þar sem heiðursvörður hersins er við leiði Óþekkta hermannsins, hin endurbyggða Kristskirkja. Moskvuháskóli, þaðan er mjög gott útsýni yfir alla borgina. Um kvöldið hæfileikakeppni meðal farþega í skemmtanasal skipsins.

Dagur 3 Moskva  sigling hefst

Höfuðborg Rússaveldis skoðuð nánar. Farið inn fyrir Kremlarmúra, þar sem fornar kirkjur Rétttrúnaðarkirkjunnar eru og þaðan sem stærsta landi veraldar er stýrt  Arbat göngugatan og hægt að fara í metró – hið einstaka neðanjarðarlestarkerfi Moskvu, þar sem listaverk eru í hólf og gólf. Skipstjóri býður til skoðunarferðar í brúna og „sjóræningjakvöldverður“.

Dagur 4 Uglits

Kennslustund á rússnesk þjóðleg hljóðfæri. Rússneskunámskeið og söngtími. Uglits er lítið og rólegt sveitaþorp – andstæða við stórborgina. Dimitry sonur Ívans grimma var myrtur hér og við hann er kirkja bæjarins kennd, síðar komu til sögunnar nokkrir „fals“ Dimitriar – valdaræningjar, nokkruskonar Hundadagakonungar. Blini rússneskar pönnukökur kynntar. Þjóðlagatónleikar um kvöldið og dansleikur um borð.

Dagur 5 Jaroslavl

Eftir morgunverð er skoðunarferð um Jaroslav borg sem eitt sinn keppti við Moskvu um höfuðborgartitilinn. Hér bjó Jaroslav fróði rithöfundur. Frjáls tími á markaðstorginu og kirkjur miðborgarinnar skoðaðar. Rússnesk te-seremónía kynnt með samóvar og öllu tilheyrandi, önnur skemmtan fram á nótt.

Dagur 6 Goritsy

Skoðunarferð um þorpið Goritsy, klaustur heilags Kyrils við Hvítavatn og íkonasafn. Vodkasmökkun og eftir hana söngtími; síðar um kvöldið þjóðlagatónleikar. Siglt eftir Volgu fljóti og skipaskurðum.

Dagur 7 Kizhi eyja

Kizhi eyja er á Onega stöðuvatni, hin einstaka trékirkja þar er á heimsminjaskrá UNESCO. Gamlar landbúnaðarminjar og mikil náttúrufegurð á þessari ósnortnu eyju. Skemmtiatriði daglega í sölum skipsins.

Dagur 8 Mandrogi

Morgunleikfimi daglega fyrir þá sem vilja. Eftir morgunverð er skoðunarferð í Mandrogi sveit. Hádegisverður er úti í náttúrunni, grillveisla – kjöt á teini „barbecue“, þar sem menn njóta sveitasælunnar. Náttúrugripasafn, þjóðminjar og lítill dýragarður. Sólbaðsaðstaða á dekki.

Dagur 9 Pétursborg

Pétursborg sem stofnuð var 1703 af Pétri mikla sem ný höfuðborg Rússaveldis og „glugginn til Evrópu“, er einstök í sinni röð og er ein fárra borga sem var skipulögð frá upphafi á landakortinu. Áður náði Svíaríki hingað en Pétur mikli tók landið af Karli XII Svíakonungi. Borgin er skoðuð ítarlega - Vetrarhöllin, þar sem keisararnir höfðust við þar til í Októberbyltingunni árið 1917, nú hið rómaða Hermitage listasafn sem Katrín mikla stofnaði 1764. Kirkja heilags Ísaks og Kazansky sobor glæsikirkja. Blóðkirkjan þar sem Alexander II keisari, sem taldist umbótamaður, var myrtur árið 1881 en hann var sprengdur upp í hestvagni sínum og þessi einstaka kirkja síðar reist til minningar um hann. Boðið upp á ýmsar skoðunarferðir frá útgerð skipsins „optional excursions“ gegn aukagreiðsluFullt fæði um borð í skipinu.

Dagur 10 Pétursborg

Skoðunarferð um hina einsöku Pétursborg sem stundum er nefnd „Feneyjar norðursins“. Nevsky prospekt sem er aðalgata borgarinnar, þar er hægt að skreppa á kaffihús og í ýmiskonar verslanir. Hallartorgið og Nevu áin sem fellur í Finnska flóa. Péturs og Pálsvirkið á eyju við ósa Nevu árinnar, þar eru Pétur mikli og keisarafjölskyldan grafin, m.a. bein síðasta Rússakeisara Nikulásar II og fjölskyldu hans. Beitiskipið Áróra, St. Ísakskirkjan. Vasilíeyja. Sameiginlegur kvöldverður um borð í skipinu. Skemmtiatriði í samkomusal skips síðar um kvöldið. 

Dagur 11 Pétursborg

Ferðalok. Skip yfirgefið að loknum morgunverði og ekið út á Púlkovo alþjóðaflugvöllin við Pétursborg, þaðan sem flogið er áleiðis til Keflavíkur.

  (Ef siglt er í hina áttina snýst dagskrá við og breytist ekki). 

32163341

1moscow10

1kiji237035

1mandrogi15630

1kiji1

 2

1spb9


Sigling Nr.

Leið, Moskva - St. Pétursborg

Fjöldi nátta

Um borð

Frá borði

Ath.

HM 14. júní –
15. júlí

1

M-SPb

10

11.05

21.05.2018

 

2

SPb-M

10

21.05

31.05.2018

 

3

M-SPb

10

31.05

10.06.2018

 

4

SPb-M

10

10.06

20.06.2018

HM í Rússlandi

5

M-SPb

10

20.06

30.06.2018

HM í Rússlandi

6

SPb-M

10

30.06

10.07.2018

HM í Rússlandi

7

M-SPb

10

10.07

20.07.2018

HM í Rússlandi

8

SPb-M

10

20.07

30.07.2018

 

9

M-SPb

10

30.07

09.08.2018

 

10

SPb-M

10

09.08

19.08.2018

Hópferð Bjarmalands

11

M-SPb

10

19.08

29.08.2018

 

12

SPb-M

10

29.08

08.09.2018

 

13

M-SPb

10

08.09

18.09.2018

 

14

SPb-M

10

18.09

28.09.2018

 

Verð á siglingunni:

189 000 kr. á mann í tvíbýli
279 000 kr. á mann í einsmanns káetu

Flug er ekki innifalið nema í hópferð Bjarmalands, siglingu Nr. 10, sem kostar 309 000 kr. (389 000 kr. einbýli)

 

 

Ath! Vegabréfsáritun þarf til Rússlands, veitum við nánari uppl. og aðstoð um það

Innifalið í verði: 

 • Allar skoðunarferðir í dagskrá
 • Rútuakstur
 • Aðgöngumiðar á söfn og menningarviðburði samkv. dagskrá
 • Fullt fæði: morgun-, hádegis- og kvöldmatur (kvöldverður fyrsta dag og morgunverður lokadag)
 • Skemmtiatriði um borð í skipinu
 • Staðarleiðsögumenn og fararstjórn
 • Töskuburður fyrsta dag og lokadag.

Ekki innifalið:

 • Flug og flugvallarskattar (innifalið í hópferðinni) 
 • Aukaskoðunarferðir á vegum útgerðar „optional excursions“
 • Drykkir í veitingarsal, á kaffihúsum og börum skips
 • Vodkasmökkun
 • Þjórfé
 • Vegabréfsáritun til Rússlands.
 
Upplýsingar um skipið

Skip okkar eru af 302 gerðinni, öll nýuppgerð

Lengd 130m, farþegafjöldi 260 manns, djúprista 3m, áhöfn rúmlega 100 manns (sem dekrar við farþega!)
Allar káetur eru með stórum gluggum sem snúa út ("til hafs")
Hér eru myndir af vistarverum og hinum glæsilega aðbúnaði um borð:


m.s.krasin  foto leninreception  stairs 
                       Mynd af skipi okkar                                                                  Afgreiðslan                                                               Stigi frá afgreiðslu
 
 
 twin.standart                restaurant boat deck                img 0297   
        Tveggja manna káeta                                                     Morgunverðarsalur                                                            Eftirréttur (máltíðir eru þriggja rétta!)
 
 
 
restaurant upper deck  panoramabar   reading room 1
                             Matsalur                                                                  Panorama - útsýnisbarinn                                                Bókasafn, setustofa
 
 
 deckplan krasin                                 twin.cabin.krasin                          single4
                5 þilför og skipan káeta                                                                    Yfirlitsmynd - tveggja manna káeta          Eins manns káeta.
 
 
 
 

 

Sigling

Dags.

Moskva-

St.Pétursborg

11.- 21.05

31.05-10.06

20.-30.06

10.-20.07

30.07-09.08

19.-29.08

08.-18.09

St.Pétursborg - Moskva

21.-31.05

10.-20.06

30.06-10.07

20.-30.07

09.-19.08

29.08-08.09

18.-28.09