Menningarferð til Moskvu 2018

panorama6 

 MENNINGARFERÐ TIL MOSKVU, 8 d/7n 

DAGS. 5.- 12. maí 2018

 

Dagur 1  

Morgunflug frá KEF - Leifsstöð til Moskvu með millilendingu í Evrópu, lending þar síðdegis að staðartíma (ísl. tími + 3 klst).  Fararstjóri, Haukur Hauksson, tekur á móti hópnum við útgönguhlið úr tolli með spjaldi BJARMALAND; rútuferð á hótel, Delta 4* (Tourist Hotel Complex "Izmailovo") 4* >>>  (Smella hér), fjögurra stjörnu hótel í hjarta borgarinnar.  Kl. 20:00 sameiginlegur kvöldverður. 

Dagur 2 

Morgunverður 07:00 - 11:00. Kl. 13:00 farið í skoðunarferð um heimsborgina og ekið um nokkur helstu kennileiti Moskvuborgar, m.a. Tverskaja-stræti og Leningradsky-breiðgötu, sem mynda miðbik borgarinnar. Farið að Rauðatorginu, skoðum áhugaverða staði þar, m.a. hina sögufrægu GUM-verslunarmiðstöð, kirkja heilags Vasilys (St. Basil´s frá 1561) sem þekkt er fyrir einstæðan arkitektúr, grafhýsi Leníns, o.fl. Farið í höfuðkirkju Moskvu, hina endurbyggðu Kristskirkju (var rifin 1931 og ætlun Stalins að byggja Höll Sovétanna, en síðar var þar lengi útisundlaug). Þar er tilkomumikið kristnihald Austurkirkjunnar, hinnar Orþodox Rétttrúnarðarkirkju. Borgin skoðuð áfram og m.a. ekið um Ljúbjankatorg framhjá aðalstöðvum FSB leyniþjónustunnar, ekið að Moskvuháskóla á Spörfuglahæðum (áður Lenínhæðir), þaðan er mjög gott útsýni yfir borgina, m.a. Olympíuleikvanginn. Farið að hinu  sögufræga Novodevitsy-klaustri, merkur arkitektúr frá 16. öld, við Moskvuá, gengið um kirkjugarðinn þar með heiðursgrafreitum og tilkomumiklum minnismerkjum um ýmis frægustu skáld, vísindamenn, stjórnmálamenn og hershöfðingja þjóðarinnar.

Dagur 3

Rétt við hótelið er hinn frægi minjagripamarkaður Izmailovo, en þar hafa margir gert góð kaup á rússnesku minjagripum, handverki, textílvinnu, trémunum o.fl. Moskva skoðuð nánar og farið innan Kremlarmúra, þaðan sem víðfeðmasta landi veraldar er stýrt, gengið að Alexandrovsky-garði við Kremlarmúra þar sem er gröf Óþekkta hermannsins og vaktaskipti heiðursvarðar fara fram á klukkustundar fresti. Skoðað safn fjölbreyttra dýrgripa keisaranna í „Oruzheinaja Palata - Armory Chamber“, fornminjar, kirkjur á svæðinu, o.fl. 

 

Dagur 4

VDNH-skemmtigarðurinn sem gerður var í sósíal-realistískum stíl undir Stalín, „Sýning á efnahagsárangri Sovétríkjanna“. Hægt að fara í Ostankíno-stjónvarpsturninn, hæstu byggingu Evrópu, 540 m þaðan sem mikil útsýn opnast yfir stórborgina. Hægt að skoða metrókerfið,  einstakar neðanjarðarlestarstöðvar Moskvu, þar sem listaverk eru í hólf og gólf – öflugasta mannflutningakerfi fyrr og síðar.

Dagur 5

9. maí er Sigurdagurinn, þegar þjóðin fagnar sigri yfir Þjóðverjum í heimsstyrjöldinni síðari 1945 og verður verulega margt að gerast og gaman að fylgjast með. Um morguninn er gríðarmikil hersýning sem fer yfir Rauðatorg. Skemmtiatriði og einlægur fögnuður landsmanna á þessum tilfinningaþrungna degi en minningin um skelfingar stríðsins lifir enn.  

Dagur 6

Bolshoi leikhúsið, innandyra og bak við tjöldin, eitt fremsta óperu- og balletthús heims var reist 1821-1824 en hefur nýverið sætt mikilli endurnýjun sem tók sex ár. Okkur sýnt „að tjaldabaki“ þessa menningarseturs. Farið á Tretjakov-listasafnið víðfræga þar sem er úrval íkona og annarra frábærra málverka  og höggmynda rússneskra listamanna frá fyrri öldum og fram til nútímans. Arbat-göngugatan fræga, þar sem götulistamenn skemmta gestum og gangandi, minjagripir eru seldir og kaffihús og matsölustaðir eru víða. 

Dagur 7 

Kl. 07:00 - 23:00 heilsdagsferð til Túla borgar í járnbrautarlest, borgin er fræg fyrir járnsmiði og vopnagerð frá fornu fari, safn tengt því skoðað. Hádegisverður á veitingastað og skoðunarferð um þessa merku borg, u.þ.b. 200 km suður af Moskvu. Farið til hefðarsetursins í Yasnaya Polyana þar sem hin merki rithöfundur og heimspekingur Lev Tolstoi bjó og vann. Farið til baka til höfuðborgarinnar aftur í lest og hvíld á hóteli.

Dagur 8 Ferðalok

Brottför frá hóteli út á alþjóðaflugvöllinn við Moskvu, þaðan flogið með millilendingu áleiðis til Íslands.  

 

Menningarviðburðir á meðan ferð stendur, valfrjálst:

Hægt verður að fara í leikhús, óperu eða ballet á heimsvísu. Sjá dagskrá eftirfarandi leikhúsa: 

Nýja óperan/Novaja opera>>
Bolshoi leikhúsið>>
Stanislavsky óperan>>

Hvergi í víðri veröld er jafnmikið úrval menningarviðburða og í Moskvuborg. Yfleitt er hægt að kaupa miða á sýningar, tónleika, íþróttaleiki og aðra viðburði á netinu. Bjarmaland ferðaskrifstofa veitir ráðgjöf og aðstoð í þessum efnum, eftir megni. 

 

VERÐ Á FERÐALANG:

Tvíbýli: 319.800 kr
Einbýli: 390.000 kr

Innifalið í verði:

(a) flugfar og flugvallarskattar,
(b) hótelgisting með morgunverði,
(c) sameiginlegur kvöldverður, 
(d) rútuþjónusta til/frá Moskvuflugvelli og í öllum skoðunarferðum,
(e) aðgöngumiðar að söfnum o.þ.h. stöðum,
(f) íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið í verði:

Allur aukakostnaður á hótelum, s.s. áfengir drykkir, þvottaþjónusta, þjórfé o.þ.h.

Réttur áskilinn til að flytja dagskráratriði milli daga, ef henta þykir.

 

 

 

  2538371565 93ee1d7543_b

oruz5 hhs

tretjak

bolshoj-teatr

arbat6

20150919 145139

ostankino

1moscow6005