Ævintýraljómi Transilvaníu 2018

1000 romania 

Ævintýraljómi Transilvaníu, 8 d/7n 

 í fótspor Drakúla greifa í Karpatafjöllum 

DAGS. 19. - 26. maí 2018   

Síðustu forvöð að skrá sig í þessa ferð!  

Dagur 1: Að heiman - Búkarest - Predeal

Morgunflug til Amsterdam í Hollandi, WW-442 vélin sem fer 06:00, lending Schiphol 11:15 (ísl. tími (UTC) + 2 klst. á sumrin). Amsterdam, sú merka borg skoðuð og síðar um daginn flogið til Búkarest höfuðborgar Rúmeníu, lending þar um kvöld að staðartíma (UTC + 3 klst. á sumrin). Á fugvellinum við Búkarest tekur rúmenskur leiðsögumaður á móti okkur. Haldið er til Predeal. Um kvöldið snæddur hátíðarmálsverður með vínsmökkun í veitingahúsinu “Cabana Trei Brazi”Hotel Piemonte 4*

Dagur 2: Predeal – Bran – Brasov – Predeal

Eftir morgunverð er ekið til Bran kastala í ævintýralegu umhverfi. Þar var aðsetur Maríu drottningar Rúmena á millistríðsárunum, en nú er þar safn. Síðan er haldið til borgarinnar Brasov og miðbærinn skoðaður: Svarta kirkjan, borgarmúrar frá miðöldum og íveruhús og byggingar í miðaldastíl.  Hotel Piemonte 4*

Dagur 3: Predeal – Agnita – Bazna

Árdegis er haldið til vesturs þar til kemur að Fagaras kastala sem Drakúla greifi hertók á 15. öld. Þaðan er ekið í gegnum Agnita til Medias og víggirt kirkja skoðuð. Helsta kennileiti borgarinnar er Trompet­turninn, þar sem Ungverjakonungur vistaði rúmenska prinsinn Vlad Tepes í dýflissu. Casa Bazna 3*

Dagur 4: Bazna – Sighisoara – Bazna

Í dag kynnum við okkur menningu og sögu Transilvaníu-saxa. Eftir morgunverð ökum við til Biertan, þar sem við skoðum stærstu víggirtu kirkjuna. Þá er haldið til Sighisoara, fegursta og best varðveitta kastalavirkis í Austur-Evrópu. Hér má líta augum Kirkjuna á hólnum, húsið þar sem Drakúla greifi fæddist, og Kirkju sællar Maríu. Síðdegis er ekið í hestvögnum frá Bazna til víggirtu kirkjunnar Boian. Casa Bazna 3*

Dagur 5: Bazna – Sibiu

Árdegis er farin skoðunarferð um gamla bæinn í Sibiu, sem er í raun fornminjasafn undir beru lofti. Nefna má byggingarnar við Stóratorg og Litlatorg, Bruckenthal höllina og Lygarabrúna sem dæmi um fjölskrúðuga safngripi Sibiu. Í Evangelísku kirkjunni má sjá bautastein sonar Drakúlu, er nefndur var Mihnea illi. Um kvöldið skoðum við safn málaðra glerhelgimynda frá Sibiel, og loks er boðið til hátíðar­kvöldverðar hjá Siebelbændum. Hotel Class 3*

Dagur 6: Sibiu – Poienari – Búkarest

Í dag ökum við um Walachia dalinn mikla sem áin Olt hefur markað í fjallgarðinn, þar til við komum að Cozia klaustrinu. Skoðum klaustrið sem var byggt á 14. öld, einar merkustu menjar um miðaldalist og húsagerð í Rúmeníu. Síðan virðum við fyrir okkur rústir Poenari kastala, sem Drakúla prins átti. Komið til Búkarest síðdegis. Boðið til hátíðarkvöldverðar með þjóðlegri skemmtun í veitinga­húsinu Pescarus. Hotel Ramada Parc 4*

Dagur 7: Búkarest

Eftir morgunverð ekið til Snagov þar sem gamalt klaustur er að finna, og farið í bátsferð á stöðuvatni. Hér í Snagov klaustri er gröf Drakúlu prins til sýnis, svo og klausturrústirnar. Hotel Ramada Parc 4*

Dagur 8: Búkarest – heim

Árdegis er frjáls tími í Búkarest, síðan er ekið út á flugvöll, leiðsögumaður kvaddur og flogið til Amsterdam og síðan áfram til Íslands. Lending í KEF um kvöld að okkar tíma. 

VERÐ Á FERÐALANG:

Sértilboð!

Tvíbýli: 169 700 kr
Einbýli: 184 600 kr

(Sólarhringurinn á um 20 þús. kr. og allt innifalið) 

Innifalið í verði:

 • Flug og flugvallarskattar
 • Sjö nætur í 3* og 4* hótelum með morgunmat daglega. Hálft fæði (HB - Half Board) hádegis- eða kvöldverður daglega
 • Íslensk fararstjórn
 • Eskumælandi leiðsögumaður
 • Þrír hátíðarmálsverðir aukalega
 • Þjóðleg skemmtun 
 • Ökutúr í hestvögnum 
 • Bátsferð 
 • Farangursumstang á hótelum 
 • Aðgangseyrir á söfn/sýningar samkvæmt ferðalýsingu.
Ekki innifalið í verði:
 • Allur aukakostnaður á hótelum, áfengir drykkir, mínibar oþh. 
 • Þjófé til leiðsögumanna, bílstjóra.


Réttur áskilinn til að flytja dagskráratriði milli daga, ef henta þykir.                   

2

in this_picture_taken__a_portrait_of_vlad_the_impaler

rum pelesh

- 143351384145084 transylvanian 08 rum dost

 

Dagur 1: Að heiman - Búkarest - Predeal

Á fugvellinum við Búkarest tekur rúmenskur leiðsögumaður á móti okkur. Haldið er til Predeal. Um kvöldið snæddur hátíðarmálsverður með vínsmökkun í veitingahúsinu “Cabana Trei Brazi”.

Hotel Piemonte 4*

 

Dagur 2: Predeal – Bran – Brasov – Predeal

Eftir morgunverð er ekið til Bran kastala í ævintýralegu umhverfi. Þar var aðsetur Maríu drottningar Rúmena á millistríðsárunum, en nú er þar safn. Síðan er haldið til borgarinnar Brasov og miðbærinn skoðaður: Svarta kirkjan, borgarmúrar frá miðöldum og íveruhús og byggingar í miðaldastíl.  Hotel Piemonte 4*

 

Dagur 3: Predeal – Agnita – Bazna

Árdegis er haldið til vesturs þar til kemur að Fagaras kastala sem Drakúla greifi hertók á 15. öld. Þaðan er ekið í gegnum Agnita til Medias og víggirt kirkja skoðuð. Helsta kennileiti borgarinnar er Trompet­turninn, þar sem Ungverjakonungur vistaði rúmenska prinsinn Vlad Tepes í dýflissu. Casa Bazna 3*

 

Dagur 4: Bazna – Sighisoara – Bazna

Í dag kynnum við okkur menningu og sögu Transilvaníu-saxa. Eftir morgunverð ökum við til Biertan, þar sem við skoðum stærstu víggirtu kirkjuna. Þá er haldið til Sighisoara, fegursta og best varðveitta kastalavirkis í Austur-Evrópu. Hér má líta augum Kirkjuna á hólnum, húsið þar sem Drakúla greifi fæddist, og Kirkju sællar Maríu. Síðdegis er ekið í hestvögnum frá Bazna til víggirtu kirkjunnar Boian. Casa Bazna 3*

 

Dagur 5: Bazna – Sibiu

Árdegis er farin skoðunarferð um gamla bæinn í Sibiu, sem er í raun fornminjasafn undir beru lofti. Nefna má byggingarnar við Stóratorg og Litlatorg, Bruckenthal höllina og Lygarabrúna sem dæmi um fjölskrúðuga safngripi Sibiu. Í Evangelísku kirkjunni má sjá bautastein sonar Drakúlu, er nefndur var Mihnea illi. Um kvöldið skoðum við safn málaðra glerhelgimynda frá Sibiel, og loks er boðið til hátíðar­kvöldverðar hjá Siebelbændum. Hotel Class 3*

   

Dagur 6: Sibiu – Poienari – Búkarest

Í dag ökum við um Walachia dalinn mikla sem áin Olt hefur markað í fjallgarðinn, þar til við komum að Cozia klaustrinu. Skoðum klaustrið sem var byggt á 14. öld, einar merkustu menjar um miðaldalist og húsagerð í Rúmeníu. Síðan virðum við fyrir okkur rústir Poenari kastala, sem Drakúla prins átti. Komið til Búkarest síðdegis. Boðið til hátíðarkvöldverðar með þjóðlegri skemmtun í veitinga­húsinu Pescarus. Hotel Ramada Parc 4*

 

Dagur 7: Búkarest

Eftir morgunverð ekið til Snagov þar sem gamalt klaustur er að finna, og farið í bátsferð á stöðuvatni. Hér í Snagov klaustri er gröf Drakúlu prins til sýnis, svo og klausturrústirnar.

Hotel Ramada Parc 4*

 

Dagur 8: Búkarest – heim

Árdegis er frjáls tími.

Síðan er ekið út á flugvöll, leiðsögumaður kvaddur og flogið heim.

 

VERÐ Á FERÐALANG:

Tvíbýli: xxx 000 ISK

Einbýli: yyy 000 ISK

 

Innifalið í verði:

Sjö nætur í 3* og 4* hótelum með hálfu fæði

Enskumælandi leiðsögumaður

Þrír hátíðarmálsverðir

Þjóðleg skemmtun

Ökutúr í hestvögnum

Bátsferð

Farangursumstang á hótelum

Aðgangseyrir samkvæmt ferðalýsingu

Rútuferðir samkvæmt ferðalýsingu