Framhald jóla 2018

 zastavka             

 FRAMHALD JÓLA, 5 d/4n 

                          DAGS. 4.- 8. janúar 2018                         

Jólin eru mesta vetrarhátíð Rússa en þau halda þeir á Þrettándann – þann 6. janúar. Ævintýraljómi svífur yfir vötnum, skemmtiatriði eru á strætum og torgum og ylmur jólaglöggs í lofti. Stór jólamarkaður verður á sjálfu Rauða torginu og ys og þys er á skautasvellinu þar. Hægt er að fara á ballet, tónleika og óperu, auk þess sem stórbrotinni menningu og sögu Rússaveldis verða gerð góð skil.

Dagur 1    4. janúar                                             

Morgunflug frá KEF - Leifsstöð til Moskvu og lent þar síðdegis að staðartíma (ísl. tími + 3 klst). Fararstjóri, Haukur Hauksson, tekur á móti hópnum við útgönguhlið úr tolli með spjaldi BJARMALAND; rútuferð á hótel Delta 4* (Tourist Hotel Complex "Izmailovo") 4* >>>  Rétt hjá hóteli okkar er mikið virki byggt í fornum stíl og minjagripamarkaður þar sem margir hafa gert góð kaup á ýmsu handverki, antík og merkum munum. 

Dagur 2    5. janúar

Farið innan Kremlarmúra, þaðan sem stærsta landi veraldar er stýrt og jólabasarar í miðborginni heimsóttir, þar eru lífleg verslun og viðskipti í sannkallaðri fjölskylduhátíð. Hægt að skoða metrókerfi Moskvuborgar og hinar einstöku neðanjarðarlestarstöðvar, þar sem listaverk eru í hólf og gólf – öflugasta mannflutningakerfi fyrr og síðar.

Aukagjald:

19:00 Moskvusirkusinn þar sem loftfimleikamenn, akróbatar, trúðar og ýmis dýr skemmta börnum og fullorðnum,  verð 2000 - 7000 ISK. 

Dagur 3    6. janúar

Skoðunarferð um Moskvuborg, helstu kennileiti m.a. Tverskaja-stræti og Leningradsky-breiðgata, sem mynda miðbik borgarinnar. Farið að Rauðatorginu. Frjáls tími til að skoða á eigin spýtur áhugaverða staði þar, m.a. hina sögufrægu GUM-verslunarmiðstöð (auk verslana eru þar margir matarstaðir), kirkju heilags Vasílys (St. Basil´s frá 1561) sem þekkt er fyrir einstæðan arkitektúr, grafhýsi Leníns (utanfrá) o.fl.; síðan sameinast og gengið að Alexandrovsky-garði við Kremlarmúra þar sem er gröf Óþekkta hermannsins og heiðusrvörður hefur vaktaskipti á klukkustundarfresti. Aðfangadagur - síðasti dagur áður en jólin ganga í garð. Farið í höfuðkirkju Moskvu, hina endurbyggðu Kristskirkju (var rifin 1931, ætlun Stalíns og félaga var að byggja þar Höll Sovétanna, en í grunninum var lengi útisundlaug). Þessi mikla kirkja skoðuð og glæsileiki Rétttrúnarðarkirkjunnar. Útsýnispallur við Moskvuháskóla á Spörfuglahæðum (áður Lenínhæðir), þaðan er mjög gott útsýni yfir borgina, m.a. Olympíuleikvanginn, Luzhniki; farið að hinu  sögufræga Novodevitsy-klaustri, merkur arkitektúr frá 16. öld, við Moskvuá, gengið um kirkjugarðinn þar með heiðursgrafreitum og tilkomumiklum minnismerkjum um ýmsa frægustu rithöfunda, skáld, listamenn, vísindamenn, stjórnmálamenn og hershöfðingja þjóðarinnar. Arbat göngugatan þekkta þar sem jólabasar er í fullum gangi og margt til skemmtunnar fyrir gesti og gangandi.

Á miðnætti ganga jólin í garð og tilkomumikið kristnihald Orþodox kirkjunnar.

Dagur 4     7. janúar

Jóladagur. Frjáls tími f.h. til að rölta um Kremlarvirkið við hótelið og minjagripakaupa.  

13:00 farið á VDNH skemmtigarðinn með gullmyndastyttum sem gerður var í sósíal-realistískum stíl undir Stalín, „Sýning á efnahagsárangri Sovétríkjanna“. Garðurinn hefur nú verið endurreistur í upprunarlegri mynd og hér eitt stærsta skautasvell heims (skautaleiga á staðnum!). 

Aukagjald:

Tretjakov-listasafnið víðfræga þar sem er úrval íkona og annarra frábærra málverka  og höggmynda rússneskra listamanna frá fyrri öldum og fram til nútímans.

18:00 Ballett „Hnetubrjóturinn“ í hinu fræga Bolshoi leikhúsúsi, aðalsviði; tónlist Pjotr Tsaikovský, verð 3000-30000 ISK

Dagur 5    8. janúar 

Ferðalok, brottför. Farið út á flugvöll og flug áleiðis til Keflavíkur á Íslandi.

VERÐ Á FERÐALANG:

Tvíbýli: 166 300 kr
Einbýli: 176 700 kr

Innifalið í verði:

Flug og flugvallarskattar 
Gisting m/morgunverði samkv. dagskrá
Skoðunarferðir í dagskrá
Inngangur á söfn Kremlar 

Rútuakstur 
Leiðsögn og íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið í verði:

Allur aukakostnaður á hótelum, áfengir drykkir, mínibar oþh. 

Réttur áskilinn til að flytja dagskráratriði milli daga, ef henta þykir.



                   

 izm kreml 270 

 gum-yarmarka 

0 1acc9e_a3ef967d_orig

katok1

fc8a16461bfece8de7183a0564595d94

instapics.ru 130274 1