Fótboltahátíð í Rússlandi

ang7 

Fótboltahátíð í Rússlandi 

DAGS. 15.- 23. júní 2018 (9 dagar/8 nættur)


Við bjóðum pakkaferð á HM í Rússlandi 2018 þar sem hægt verður að upplifa hina einstöku HM stemmningu, jafnvel þó menn hafi ekki tryggt sér miða á sjálfa leikina. Hægt er að kynnst mikilli menningu og sögu stærsta lands veraldar í leiðinni, ekki bara flug út og síðan strax heim að leik loknum.

Gist verður í Moskvu og boðið upp á skoðunarferðir um heimsborgina.  Gott er líka að rölta um skemmtigarða, eyða tímanum á söfnum í hinni merku borg eða bara að slappa af á hótelinu...

Rússar lofa mikilli hátíð og þúsundir annarra stuðningmanna verða þar, sportbarir eru mjög víða og Moskvuborg er miðpunktur HM 2018. 

Við aðstoðum með vegabréfsáritun sem gefin er út af sendiráði Rússlands í Reykjavík.  

Ferð okkar á HM er nokkra daga þannig að menn ná stemmningunni og kynnast Rússlandi í leiðinni.

9 daga ferð, verð frá 240 000 kr. á mann, inniflalið:

·         flug KEF-MOW-KEF

·         rútuferðir til/frá flugvelli-hóteli

·         gisting á hóteli 8 nætur

·         8 morgunverðir.

Gist verður í Moskvu og boðið upp á skoðunarferðir um heimsborgina.

HM verður 14. júní – 15. júlí 2018 og fer fram á 12 leikvöngum í 11 borgum landsins. Kynning á borgunum 11 >>>>  

Neðst á þessari síðu er hægt að ná í HM2018 dagatal, þar sem sýnt er hvar og hvenær HM leikir fara fram.

Bjarmaland ferðaskrifstofa útvegar ekki miða á leikina. Miðar eru seldir í þrepum á vef FIFA:


http://www.fifa.com/worldcup/organisation/ticketing/index.html

 

Hotel Universitetskaya 3* >>>

Eins og nafnið ber með sér er hótelið í háskólahverfinu sem er í SV hluta Moskvuborgar, stutt frá hinni glæsilegu háskólabyggingu MGU, metróstöð (jarðlest) er rétt við hótelið og fjöldi veitingastaða, stór sportbar, verslanir og önnur þjónusta. 

Hotel Intourist-Kolomenskoye 4* >>>

Staðsetningin er í NA-hluta stórborgarinnar, í 10 mínútna fjarlægð er einn besti skemmtigarður Moskvu - Kolomenskoe garðurinn sem er meðfram Moskvuánni í mikilli náttúrufegurð, þar er fjöldi veitingastaða og barir allstaðar, á sumrin er hægt að fara í bátsferðir á ánni. Keisarar Rússaveldis höfðu aðsetur hér á miðöldum og tengt því er safn um sögu og byggingarlist í þessum stóra skemmtigarði.   

kreml 650380 moscow state_university-650x380 kolomenskoe 650380

izm krem 650380l rostov-na-donu2 650380 volgograd 650380                                                                                            

VERÐ Á FERÐALANG:

Hotel 
Universitetskaya 3*
 

Hotel Intourist-
Kolomenskoye 4*
 

 Std Dbl/ Twin 

 292 000 kr.

324 000 kr.

 Std Sgl einbýli

  342 400 kr.   396 000 kr.

 Junior suite 

316 000 kr.

-

 Luxe 

340 000 kr.

-

 Econom Twin 

276 000 kr.

-

 Econom Triple 

268 000 kr.

-

 Innifalið í verði:

(a) flugfar og flugvallarskattar
(b) hótelgisting með morgunverði
(c) rútuþjónusta til/frá Moskvuflugvelli á hótel
(d) íslensk fararstjórn og leiðsögn.