Hið óþekkta Indókína 2018

camb 2 nan 

Hið merka land Viet Nam hefur að bjóða ótrúlegt úrval landslags og lita - suðrænna skóga og hrísgrjónaakra, fjalstinda og þúsunda kílómetra stranda með hvítum sandi. Firðir og flóar, eyjur og að sjálfsögðu sjórinn, þaðan sem sjávarfangið kemur á borð landsmanna og gesta þessarar merku þjóðar. Hér samræmast taktur stórborganna og austræn yfirvegun sveitaþorpa, sjávarniðurinn og litprýði fornra aldingarða. Þjóð Víet Nams á sér að baki mikla sögu, stríð og blóðuga baráttu sem hafa skilið eftir hræðilegar minningar og djúp sár sem ekki eru gróin enn. Þjóðin hefur hins vegar haldið í mikla menningararfleið öldum saman og má þar nefna byggingarlist Hanoi og Ho Chi Min-borga (Saigon). Saga landsins endurspeglast í áhrifum nýlendutímans og aðdráttarafli hinar friðelskandi búddamenningar - eiginleika austrænnar speki og visku.

HIÐ ÓÞEKKTA INDÓKÍNA, 16 d/15 n

Hanoi - Halong flói - Ho Chi Minh borg (Saigon) - Cu Chi - Chau Doc - Phnom Penh - Siem Reap - Bantey Srei - Angkor Wat (undur veraldar)

DAGS. 6. - 21. október 2018  

Dagur 1:  Flug frá Leifsstöð áleiðis til Víetnams                                               

Dagur 2: Komið til Hanoi (D)

Við komuna til Hanoi, menningarmiðstöðvar og höfuðborgar Víetnams, tekur fulltrúi víetnömsku ferðaskrif­stofunnar á móti okkur, og verður okkur til fulltingis allt til heimferðar. 

Farið verður á hótel. Síðdegis skoðum við Þjóðfræðasafnið, þar sem 54 kynþáttum Vietnams eru gerð skil. Þá förum við í hjólaferð um Gamlabæinn, og loks á móttökukvöld­verður í veitingahúsinu Le Tonkin. Gist í Hanoi.

Gisting: Hanoi
Máltíð: Kvöldverður 

Dagur 3: Borgarferð um Hanoi (B/-/D)

Farið verður í heils dags skoðunarferð um Hanoi - höfuðborg Víetnams í næstum 1000 ár. Gefur að líta fögur breiðstræti jöðruð trjám, byggingar í frönskum nýlendustíl, friðsæl stöðuvötn og austurlensk hof.

Árdegis sjáum Ho Chi Minh grafhýsið: Hér er smurlingur stofnandi kommúnistaflokks Víetnams varðveittur. Menn ganga unnvörpum hljóðir fram hjá glerskríninu þar sem Ho frændi hvílir. Rétt hjá grafhýsinu er Ho Chi Minh safnið þar sem ævi hans eru gerð skil. Bústaður Ho Chi Minhs: Ho kærði sig ekki um að dveljast í íburðarmikilli forsetahöllinni, þar sem franski land­stjórinn hafði búið, heldur kaus hann að eiga heima í grenndinni í dæmigerðu víetnömsku húsi á stultum við litla tjörn. Þar bjó hann frá 1958 til dauðadags 1969. Einsúlupagóðan: Hún stendur við glæsilega forsetahöllina og var fyrst reist 1049, eyðilagðist og var síðan endurbyggð. Þessi kostulega pagóða er kennileiti í Ha Noi borg, lítill dýrgripur. Bókmenntahofið: Hofið lét Ly Thanh Tong konungur reisa 1070 og helgaði það Khong Tu (Konfúsíusi) og öllum fræði­mönnum og bókmenntajöfrum. Árið 1076 var Quốc Tử Giám (þjóðarháskólinn) stofn­aður. Þetta var fyrsti háskóli í Viet Nam, þar þurftu menn að nema til að eiga kost á æðri embættum.

Síðdegis skoðum við borgina áfram, miðbæjarmarkaðinn þar sem fá má allskonar djásn og dýrgripi auk skransins. Svo förum við í hjóla- eða kerruferð um Gamlabæinn, eldforn öngstræti þar sem götusalar pranga og prútta eins og þeir hafa gert frá örófi alda. Þá kynnum við okkur Bia Hoi krárnar sem njóta mikilla vinsælda, og snæðum ljúffengan kvöldverð í veitingahúsi í bænum.

Gisting: Hanoi
Máltíðir: Morgunverður, kvöldverður

Dagur 4Hanoi – Sigling um Halongflóa, gist um borð (B/L/D)

Eftir morgunverð er ekið í þrjá og hálfan tíma um blómleg landbúnaðarhéruð óshólma Rauðár til Halong­flóa, sem er á heims­minjaskrá UNESCO.

Þegar komið er til Halong er farið um borð í júnku, slík viðarskip hafa tíðkast á þessum slóðum frá fornu fari, í júnkunni er að finna öll nútíma þægindi. Síðan er siglt milli kalksteinsdranga á smaragðsgrænum Halongflóa, og gefst þar færi á að njóta unaðsemda þessara UNESCO heimsminja. Um borð verður reiddur fram hádegis­verður úr dýrindis sjávar­réttum. Kostur gefst á að fá sér sundsprett við kyrrlátar baðstrendur, liggja í sólbaði á þilfari, leigja kajak eða heimsækja stærsta fljótandi fiskiþorp á Halongflóa. Eftir sólsetur er akkerum varpað fyrir nóttina við afskekkta eyju. Í júnkunni er prýðilegur borðsalur, bar og einkakáetur með sturtu.

Gisting: Um borð í júnku
Máltíðir: Morgunverður, hádegisverður, kvöldverður

Dagur 5: Halongflóasigling –Hanoi – flug til Ho Chi Minh borgar  (B/-/-)

Njótum sólarupprásar við dögurðarborð. Á efra þilfari má slaka á og virða fyrir sér undurfagurt útsýnið þar sem klettaeyjar skaga upp úr skærgrænum haffletinum. Eftir að skipið lendir er ekið til baka til Hanoi og farið í innanlandsflug HAN – SGN, flogið til Ho Chi Minh borgar, þar verður tekið á móti okkur og við flutt á hótel til tveggja nátta dvalar. Gist á hóteli í Ho Chi Minh.

Gisting: Ho Chi Minh
Máltíðir: Dögurður (brunch)

Dagur 6: Hanoi - Cu Chi jarðgöng (B/L/-)

Ho Chi Minh borg, áður Saigon, er aðalviðskiptaborg landsins. Farið í skoðunarferð í Cu Chi jarð­göngin, 70 km í norðvestur frá Ho Chi Minh. Jarðgöngin sjálf eru alls meira en 200 km löng, en út frá þeim kvíslast fjöldinn allur af smærri göngum sem liggja að felustöðum, skýlum eða tengjast við önnur göng. Í ganganetinu er aragrúi af gildrum, sérútbúnum íveruskútum, birgðageymslum, vopnasmiðjum, sjúkra­skýlum, stjórnstöðvum og eldhúsum. Nú á dögum hópast ferðamenn í göngin og þeim gefst kostur á þeirri einstöku reynslu að gera sér í hugarlund lifnaðar­hætti neðanjarðar í US - Víetnam stríðinu. Haldið til baka til Ho Chi Minh borgar og skoðun þar, Notre Dam kaþólska dómkirkjan og gamla pósthúsið, einnig í frönskum stíl. Sameiningartorgið og hægt að fara á áhrifamikið stríðsminjasafn um Víetnamstríðin. Thien Hau aðal búdda pagóðan og endum á kínverska markaðinum í China town. Gistin hóteli.

Gisting: Ho Chi Minh borg
Máltíðir: Morgunverður, hádegisverður 

Dagur 7Ho Chi Minh – Cai Be flotmarkaðurinn – Chau Doc (B/L/-)

Í dag yfirgefum við borgarþysinn og könnum fagrar hrísekrur, vatnaleiðir og litskrúðuga markaði Mekong óshólm­anna. Cai Be flotmarkaðurinn er nafntogaður, hér myndar áin Tien landamerki milli héraðanna Tien Giang, Vinh Long og Ben Tre. Daglega liggja svo sem 400 - 500 bátar við festar við árbakkana hlaðnir ávöxtum, grænmeti og öðrum varningi og bíða viðskiptavina. Sýnishorn af varningnum sem er til sölu í hverjum báti er hengdur upp í háa stöng við bátinn svo að sjá má úr fjarska. Hádegisverður snæddur í veitingahúsi á árbakk­anum. Leigja má skektur og róa um pálmagöng, og njóta stundarinnar. Síðan er ekið áfram til Can Tho þar sem gist verður á hóteli.

Gisting: Cau Doc
Máltíðir: Morgunverður, hádegisverður

Dagur 8: Chau Doc – Phnom Penh með báti (B/-/D)

Bátsferð eftir Mekong fljóti til höfuðborgar Kambódíu Phnom Penh, á leiðinni er stöðvað í landamærastöð við árbakkann og gengið frá áritun sem kostar 34 USD, menn borga sjálfir í reiðufé (engin kreditkort!). komið á hótel og síðan skoðunarferð um höfuðborg Kambódíu. Hin glæsilega konungshöll, byggð að Frökkum 1866 í stíl Khmera og silfur pagóðan með 5 329 silfurflísum sem hver um sig er 1 kg. Fangelsi „S21“ eða Tuol Sleng safnið um hryllilegar aðfarir og arfleið Rauðu Khmeranna. Kvöldverður á veitingastað og gisting hóteli. 

Gisting: Phnom Penh
Máltíðir: Morgunverður, kvöldverður
 

Dagur 9: Phnom Penh – Flogið til Siem Reap (B/-/D)

Eftir morgunverð er frjáls tími og e.h. er haldið er á flugvöllinn til að taka vélina til Siem Reap. Eftir að þangað er komið verður okkur fylgt á hótel til þriggja nátta dvalar. Kvöldmatur með þÞjóðlegri skemmtun og danssýningu. Gist í Seam Reap.

Gisting: Seam Reap
Máltíðir: Morgunverður, kvöldverður

Dagur 10: Siem Reap – Angkor Wat (B/-/D)

Eftir morgunverð förum við í kynnisferð um heimsminjaborg UNESCO. Fyrst verður fyrir suðurhliðið að Angkor Thom, sem er fornt konungssetur 10 km2 að flatarmáli, miðstöð Khmer-veldisins með öllum nauð­synlegum innviðum sem styttur af árum og verndarverum gæta. Miðdepill Angkor Thom er Bayon hofið, fjölturna bygging með lágmyndum úr goðafræði hindúa. Þá er ekið að Fílasvölunum, þar sem haldnar voru stórfenglegar konunglegar sýningar á fagurlega skreyttum palli. Við hliðina eru Svalir Lepers konungs, sömuleiðis listilega skreyttar. Áfram höldum við til Ta Prohm. Ta Prohm musterið var reist fyrir níu öldum en franskir rann­sakendur grófu það upp á 19. öld. Það er einn helsti dýrgripur Angkor svæð­isins, ógnarstórt, fagurt og tilkomumikið, en sker sig úr að því leyti að það er nú nákvæmlega eins og þegar það fannst. Síðdegis höldum við að Angkor Wat, sem er mesta meistaraverk og höfuðprýði musteranna við Angkor. Musteris­byggingin þekur 0,8 km2 og er talin stærsta trúarbygging í heimi og óbrotgjarn minnisvarði um sígilda myndlist og húsagerðarsnilld khmeranna. Síðasti viðkomustaður dagsins er Bakheng hæð, þaðan má njóta sólarlagsins með útsýni yfir stöðuvatnið mikla Tonle Sap, vestur Barey, og náttúrlega Angkor Wat. Kvöldverður með þjóðlegum apsara dansi. Gist í Siem Reap.

Gisting: Seam Reap

Máltíðir: Morgunverður, kvöldverður

Dagur 11: Siem Reap – Banteay Srei – Tonle Sap vatn (B/L/-)

Eftir morgunverð er ekið um blómlegar sveitir til Banteay Srei musteris, einnig nefnt “Kvennahofið”, sem glóir eldrautt í einfaldleik sínum með sérkennilegri ásýnd. Síðdegis er haldið til Artisan d’Angkor, þar sem efnilegum en fátækum kunnáttu­mönnum gefst kostur á að stunda forna iðju. Hér gefur að líta listfenga iðnaðarmenn beita fornum aðferðum við málm­smíði, steinhögg, lökkun og silkigerð. Þá ökum við um fögur sveitahéruð til Tonle Sap vatns, stærsta stöðu­vatns í suðaustur Asíu, og siglum síðan í gegnum strandgróðurinn að nokkrum þorpum, bæði fljótandi og á stultum, og kynnumst þar sérstæðum lifnaðar­háttum. Vatnsborðið er 16 000 km2 þegar hæst er, þar er að finna fjölda fágætra dýra og vistkerfa. Gist í Seam Reap.

Gisting: Seam Reap

Máltíðir: Morgunverður, hádegisverður

Dagur 12: Siem Reap  (B)

Frjáls dagur í Siem Reap til innkaupa, m.a. á líflegum austrænum markaði, þar sem mikið úrval minjagripa er.  Bæjarrölt  og kaffihúsaferðir.  

Gisting: Seam Reap
Máltíðir: Morgunverður 

Dagur 13Siem Reap - Moskva (B)

Í dag er frjáls dagur, þar til haldið er út á flugvöll og flogið í vesturátt, til Moskvu, höfuðborgar Rússaveldis

Máltíðir: Morgunverður

Dagur 14: Moskva (B)

Eftir morgunverð er skoðunarferð um stærstu borg Evrópu og ekið um nokkur helstu kennileiti Moskvuborgar, m.a. Tverskaja-stræti og Leningradsky-breiðgötu, sem mynda miðbik borgarinnar. Farið að Rauðatorginu. Frjáls tími til að skoða á eigin spýtur áhugaverða staði þar, m.a. hina sögufrægu GUM-verslunarmiðstöð (auk verslana eru þar margir matarstaðir og kaffihús), kirkja heilags Vasilys (St. Basil´s frá 1561) sem þekkt er fyrir einstæðan arkitektúr, grafhýsi Leníns, o.fl.; gengið að Alexandrovsky-garði við Kremlarmúra þar sem er gröf Óþekkta hermannsins og vaktaskipti heiðursvarðar fara fram á klukkustundar fresti. Moskvuháskóli á Spörfuglahæðum (áður Lenínhæðir), þaðan er mjög gott útsýni yfir borgina, m.a. Olympíuleikvanginn, Luzhniki; farið að hinu  sögufræga Novodevitsy-klaustri, merkur arkitektúr frá 16. öld, við Moskvuá, gengið um kirkjugarðinn þar með heiðursgrafreitum og tilkomumiklum minnismerkjum um ýmsa frægustu listamenn, vísindamenn, stjórnmálamenn og hershöfðingja þjóðarinnar. Ekið um sendiráðahverfið og eftir Kutuzovsky breiðgötu framhjá Sigurboganum í tilefni sigurs yfir sjálfum Napóleon 1812. Arbat göngugatan, frjáls tími þar. Um kvöldið er ekta rússneksur ballett á sem hvergi gerist betri; einnig völ á óperu í heimsklassa.  

Gisting: Moskvu
Máltíðir: Morgunverður 

Dagur 15: Moskva

Heimsborgin skoðuð nánar, nú innan Kremlarmúra, hinu gamla virki þaðan sem víðfeðmasta landi veraldar er stýrt. Hallir Kremlar skoðaðar ásamt fornminjum og kirkjum á svæðinu o.fl. Farið í höfuðkirkju Moskvu, hina endurbyggðu Kristskirkju (var rifin 1931 og ætlun Stalins að byggja Höll Sovétanna, en síðar var þar lengi útisundlaug). Þessi mikla kirkja skoðuð og kynnst afar tilkomumiklu kristnihaldi Austurkirkjunnar, hinnar Orþodox Rétttrúnarðarkirkju. Borgin skoðuð áfram og m.a. ekið um Ljúbjankatorg framhjá aðalstöðvum KGB leyniþjónustunnar. Hið einstaka metrókerfi (jarðlest) borgarinnar skoðað. Byrjað var á öflugasta mannflutningskerfi sögunnar árið 1935 og mikill metnaður lagður í verkið. Nú eru stöðvarnar 200, allar byggðar í mismunandi stíl, listaverk eru í hólf og gólf í miklum  marmarasölum „neðanjarðarborgarinnar”. 

Gisting: Moskvu
Máltíðir: Morgunverður 

Dagur 16:  Moskva - Keflavík

Ferðalok, farið eftir morgunmat út á fluvöll og flug frá Moskvu til Íslands. Lending í Keflavík síðdegis að staðartíma.

Máltíðir: Morgunverður 

 

Cities

Hotels List or similar

Room Type

Website

Superior Category

Hanoi

Thien Thai Hotel 3*+

Deluxe

www.thienthaihotel.com

Halong

Glory Legend Cruises 3*

Deluxe cabin

www.glorylegendcruises.net

Ho Chi Minh

Alagon Central Hotel & Spa 3*

Deluxe

www.alagonhotels.com

Can Tho

Victoria Chau Doc Hotel 4*

Superior

www.victoriahotels.asia

Phnom Penh

Green Palace Hotel 4*

Deluxe

www.greenpalacehotel.com

Siem Reap

Somadevi Angkor Resort & Spa 3*+

Superior

www.somadeviangkor.com

 

Innifalið í verði:

 • Millilandaflug og flugvallarskattar

 • Rútuferðir og siglingar samkvæmt dagskrá

 • Gisting hótelum með morgunverði

 • 1 nætur dvöl í skipi á Halongflóa í einkakáetum

 • Flug í Víetnam og Kambódíu 

 • Bátsferð samkvæmt dagskrá

 • Máltíðir tilgreindar í dagskrá (B: morgunverður; L: hádegisverður; D: kvöldverður)

 • Allir aðgöngumiðar að söfnum og stöðum sem tilgreindir eru í dagskrá

 • Bréf sem heimilar vegabréfsáritun við komuna til Víetnams (þarf að hafa meðferðis)

 • Drykkjarvatn í rútum

 • Skattar og gjöld til ríkisins

 • Enskumælandi staðarleiðsögumenn

 • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið:

 • Drykkir og önnur einkaneysla

 • Þjórfé til leiðsögumanna og bílstjóra á hverju svæði

 • Vegabréfsáritun til Víetnams og 2 myndir í vegabréfastærð (35 x 45 mm) á mann

 • Vegabréfsáritun til Kambódíu við komuna þangað: USD 26 og 2 myndir í vegabréfastærð á mann

 • Hvaðeina auka sem ekki er nefnt að ofan.


VERÐ
TVÍBÝLÍ  598 000 kr
EINBÝLÍ  688 000 kr

gallery vcd14335070356 

halong2

glory legend cruises1

halong-bay

hanoi-121748-1600x1200

vietnam-hanoi-one-pillar-pagoda-view

thapcham

ben thanh_market_ho chi min

vietnam1

vyetnam4

angkor-wat-4

angkor-wat

1396562759 22

cambodia-cultural-village2

royal palace-phnom penhcambodiaasiabookin

royal ballet_camboda_apsara_mera-1

banteay srei_temple_by_citizenfresh-d34xf3p

htl somadeviangkor

htl somadeviangkor.com4

htl somadevi1

kuhnya vyetnama 

 UM VEGABRÉFSÁRITANIR:

 • Leyfisbréf fyrir vegabréfsáritunum til Víetnams til afhendingar við komuna til landsins. Halong Tour ferða­skrif­stofan mun senda fararstjóra Bjarmalands þetta leyfisbréf frá Innflytjendastofu Víetnams með nöfnum og vega­bréfs­númerum ferðalanga. Við komuna til Víetnams skal afhenda bréfið við innflytj­enda­borð á flug­vellinum og fást þá áritanir. - Hafa skal tiltækar tvær ljósmyndir í vegabréfastærð (35 x 45 mm) og 65 USD á mann í stimpilgjald fyrir áritunina.
 • Til að fá vegabréfsáritun til Kambódíu þarf ekki leyfisbréf. Við komuna á flugvöllinn í Kambódíu fæst vega­bréfs­áritun við Innflytjendaborðið. - Hafa skal tiltækar tvær ljósmyndir í vegabréfastærð (35 x 45 mm) og 26 USD á mann.