Silkileiðin mikla 2019

101

 

Silkileiðin mikla í Mið - Asíu er verslunarleiðin sem tengdi tvær helstu siðmenningar heims á miðöldum – Austrið og Vestrið, öldum saman fóru hér úlfaldalestir um á leið sinni frá Kína til Miðjarðarhafslanda; varningurinn var silki, krydd, geimsteinar og postulín. Tashkent, Samarkand og Bukhara eru borgir sem allt til dagsins í dag geyma minningu um stórvirki meistara á borð við Alexander mikla og Gengis Khan, að ógleymdum hetjum heimamanna Tímurlan, barnabarni hans Ulum Bek stjörnu- og stærðfræðingi og Ómari Khajam vitringi.
Við kynnumst þessari stórmerkilegu sögu, skoðum fornar menntastofnanir og smökkum á réttum heimamanna en austræn matarmenning á fáa sína líka. Einnig er farið til nágrannalandsins í suðri - Túrkmenistans sem einnig á ríka menningararfleið, metnaðarfull uppbygging á sér nú stað og gestrisni heimamanna er einstök. Þetta er ferð sem lætur engann ósnortin.
 

 ÚZBEKISTAN  „SILKILEIÐINMIKLA", 13 d/12 n

Tashkent - Samarkand - Bukhara - Mary– Merv - Túrkmenaþorp - Ashgabat 

Dags.  október 2019

Dagur 1,    Keflavík – Tashkent
Flug frá Keflavík og áfram til Tashkent síðar um daginn.

Dagur 2,   Tashkent
Lending í Tashkent um morgun að staðartíma (UTC+5) og við komum okkur fyrir á hóteli þar. Eftir morgunverð er hvíld, síðan hádegismatur og skoðunarferð um hina sólríku höfuðborg Úzbekistans sem á sér 2000 ára gamla sögu. Farið í sjónvarpsturninn, hæstu byggingu Mið-Asíu, Höll vináttu þjóðanna, byggingar frá Sovéttímum. Gamli bærinn, Kafal Shashi grafhýsið, Barak khan og Oliy Majis söfn. Minnismerki um mikinn jarðskjálfta árið 1966 og mið-asísk listasýning í Abul Kosim stofnuninni. Kvöldverður á þjóðlegum veitingastað með þjóðdönsum.

Dagur 3, Tashkent
Eftir morgunverð skoðum við áfram Tashkent og nærsveitir, farið í fjallaferð um 80 km frá Tashkent til  Chimgan fjalla og Charvak uppistöðulónsins þar sem fjallafegurð er mikil og náttúran nýtur sín. Hvíld og gisting í Tashkent. 

Dagur 4, Tashkent - Samarkand  
Eftir morgunverð er ekið í járnbrautarlest 08:00 - 10:20 til einnar elstu (2 544 ára) og fegurstu borgar heims - Samarkand (~300 km) en nafn hennar útleggst sem „Steinvirkið". Skoðunarferð um hina merku borg sem er á Heimsminjaskrá UNESCO en aðaltorgið kallast Registan. Austrænn markaður þar sem teppi, hljóðfæri og ýmis handiðn er til sýnis og sölu í „madrassah“ menntastofnun sem tilheyra moskunum.  Tónlistarmenn leika á hljóðfæri heimamanna. Guri Amir, grafhýsi Timurlans hins fróða, einnar af þjóðhetjum Úzbeka. Gist í Samarkand.

Dagur 5,   Samarkand 
Í dag höldum við áfram kynnum okkar af hinni merku Samarkandborg og skoðum staðinn þar sem Ulugbek hinn mikli vísindamaður stundaði stjörnufræði og önnur vísindi í fornöld, talsvert á undan Evrópumönnum. Grafreitur múslíma og Afrosiab safnið með máluðum veggmyndum (freskum) frá 7. öld.  Hinn líflegi austræni borgarmarkaður, Shali Zindah og Bibi Khanum moskurnar. Gist í Samarkand.

Dagur 6,    Samarkand - Bukhara 
Eftir morgunverð er ekið til Bukhara eftir þjóðvegum landsins (~300 km, 4,5 klst.). Landbúnaður er aðallega kvikfjárrækt og bómullarvinnsla þar sem mikið áveitukerfi er. Mohi Hosa sumarhöll síðasta Emírsins af Bukhara, 20 km frá borginni, skoðuð og Chor Minor hin fjögurra turna moska.  Gist í Bukhara.

Dagur 7,    Bukhara 
Skoðunarferð um Bukhara, gamli borgarhlutinn með Ark virkinu og Bolo Hauz mosku. Teppa-, skartgripa- og handverksmarkaður í fornum stíl. Ismail Samani grafhýsið og Chashma Ayub, Kalyan minarettur (turnar) Hádegismatur á heimili í gamlabæ, síðan skoðað kórhús frá 19. öld í indverskum stíl, einnig Maggoki Attori moska, Lyabi Hauz torg og Kukeldash Madrassah. Um kvöldið verðum við gestir í Ndir Divan Begi „madrese“ menntastofnunni.

Dagur 8,   Bukhara  - Mary
Ekið til Alat, landamærastöðvar Úzbekistans og Túrkmenistans (UZ-TM). Landamæra­eftirlit og stúss. Ekið til borgarinnar Mary (270 km). Leiðin liggur um eina af stærstu eyðimörkum heims - Karakum og yfir Amudarya fljót. Hvíldartími, siðan kvöldverður og túrkmensk þjóðdansasýning. Gist í Mary.

Dagur 9,  Mary– Merv – Mary 
Ekið til Merv (30 km), fornfrægra bæjarrústa. Bærinn Nerv var frá því fyrir 2500 árum einn af helstu áningarstöðum á Silkileiðinni miklu, var skráður á heimsminjaskrá UNESCO 1999. Víða má sjá leifar af úlfaldahúsum, virkjum, víggirtum köstulum og tóftir bæjarhúsa. Forðum rann áin Murgab um þetta svæði og gerði það byggilegt, því reis hér þessi miðstöð á Silkileiðinni miklu. Héðan liggja leiðir til fjögurra átta: í norður til Kunya Urgench, í austur til Bukhara og Samarkand, í suður til Herat í Afganistan og í vestur til Mashad. Staðir sem vert er að sjá: Alexandria Margiana, Antiochia Margiana rústir, Sultan Kala, Sultan Ahmad Sanjar grafhýsið, Yusuf Hamadany skrínið, Mohammed ibn Zaid grafhýsið, Gyz Kala kastala. Ekið til baka til Mary. Gist þar. 

Dagur 10,  Mary–Túrkmenaþorp – Mary 
Ekið er frá Mary, aðalbæ héraðsins, til þorpa í grennd þar sem hægt er að komast í kynni við heimamenn og fá nasasjón af lífsháttum þeirra og iðju. Strjálbýla þorpið „Chashgyn” í Sakarchaga sýslu er prýðilegur staður til að fræðast um þjóðarsiði Túrkmena. Okkur er boðið í júrtu, en svo nefnast hefðbundin íverutjöld á þessum slóðum, þar sem við fáum hefðbundið grænt te og okkur er borið nýbakað brauð úr tamdyr-ofni. Við fáum að kynnast fleiri þjóðlegum réttum, tilurð þeirra og neyslu. Ungar stúkur flétta fyrir okkur tvílit bönd, alaja, og prjóna sokka, vettlinga og fleira smálegt. Þá gefst okkur kostur á að læra handbrögðin við að reisa túrkmenska júrtu, og eins fræðumst við um hvernig skrautmottur með dulúðugu mynstri eru ofnar. Þá sjáum við skorna út spóna og fleiri gripi, þeir eru málaðir fagurlega og eru falir ásamt margvíslegum öðrum girnilegum minjagripum frá þessu gestrisna landi. Síðan er ekið áfram til þorpsins Sakarchaga, og farið þar á zerger-verkstæði, þar eru smíðaðir forkunnarfagrir túrkmenskir skartgripir. Eftir að við komum til baka til Mary förum við á listasafn, og síðan á tónleika þar sem bagshy-söngvarar í þjóðbúningum syngja hjartnæma söngva við undirleik þjóðlegra hljóðfæra, svo sem dutar og gyjak. Kostur gefst að sjá dutar smíðað, og hægt er að fá lítið dutar keypt til minja. Þá förum við út fyrir Mary til þorpsins Azal þar sem unnar eru flókamottur; við getum lært að búa til kechi, þjóðlegar flókamottur, og namazly, bænamottur, og við fræðumst um leyndar­dóma við gerð þeirra og um launungar mynstranna. Haldið tilbaka á hótel í Mary og gist. 

Dagur 11,  Mary - Ashgabat 
Flogið er til Ashgabat í innanlandsflugi kl. 08:40. Skoðunarferð um höfuðborg Túrkmen­istans, sjáum lystigarða og vegleg torg, Ertogrul Ghazi moskuna og fornmenjar í “Nisa”. Þar má sjá múrsteinarústir sem eru leifar af fornum virkisgörðum, höllum, musterum og fjárhirslum. Þetta eru minjar um Parþía-menninguna, sem varð fyrir tals­verðum grískum og rómverskum áhrifum. Þessi menning hefur þróast áfram allt til vorra daga. Nisa (Parthaunisa) er álitin hafa verið fyrsta höfuðborg Parþía, þegnar ríkisins bjuggu við Kopet Dag fjallgarðinn, núverandi landamæri Túrkmenistans og Írans. Nisa er talin hafa varnað sókn Rómverja lengra til vesturs, en eflt samskipti austurs og vesturs með verslun milli Miðjarðarhafslanda, Mið-Asíu og Kína. Við ökum til Kipchak og skoðum Turkmenbashy moskuna. Síðan er haldið til baka til Ashgabat og gisting þar. 

Dagur 12,   Ashgabat 
Höfuðborgin Ashgabat er skoðuð áfram. Tolkuchka basar er opinn fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga, förum þangað ef færi gefst. Mögulegt kynnast landbúnaði nánar og fara á hrossabúgarð. Snæðum hádegisverð í júrtu (eyðimerkurtjaldi að hætti heimamanna). Frjáls tími í Ashgabat til kaffihúsaferða, minjagripakaupa oþh. Gisting á hóteli.

Dagur 13,  Ferðalok 
Brottför frá  Ashgabat heim á leið. Morgunverður í bítið eða nesti og haldið út á alþjóðaflugvöll höfuðborgar Túrkmenistans; flug til Evrópu og áfram til Keflavíkurflugvallar.


VERÐ

TVÍBÝLÍ   488 000 kr
EINBÝLÍ   540 000 kr   

Innifalið í verði:   

  • Flug og flugvallarskattar
  • Skoðunarferðir í dagskrá
  • Inngangur á söfn
  • Fullt fæði
  • Rútuakstur
  • Töskuburður
  • Staðarleiðsögumenn og íslensk fararstjórn. 

Ekki innifalið:

  • Drykkir
  • Ljósmynda- (myndbanda) gjald í söfnum
  • Þjórfé.

 

auz62

atashkent uzbekistan

asamarkand-f

abuhara0

 20090907-095023-674 

drevniy-merv-turkmenistan

 mary 

 bagt koshgi 

make-cheap-calls-to-turkmenistan

Tungumálið   

Úzbekska er töluð af um 40 milljón manns, aðallega í Mið-Asíu, stofnin er af tyrkneskum meiði en nokkur áhrif eru ú rússneskku, arabísku og persneskum málum. Rússneska er útbreidd og enskan sækir á.

Úzbekskur orðalisti

Uppbyggjandi er að geta aðeins tjáð sig á máli heimamanna og tryggir það góð samskipti þjóða í millum. Við setjum hér inn orðalista á úzbekstu.  Óskum góðs gengis! :-)

English -  Uzbek

GREETINGS
Hello/Hi - Assalomu Aalaykum
Good day - Hayrli kun
Good evening - Hayrli kech
Good night - Hayrli tun
Good bye - Hayr
See you soon - Kurishguncha
My name is - Mening ismim
Nice to meet you - Tanishganimdan hursandman
Do you speak English? - Inglizcha gaplashasizmi?
Yes, I speak English? - Ha, inglizcha gaplashaman
No, I don't speak English - Yoq, inglizcha gaplashmayman
I am from ( UK, USA, Europe) - Men (Amerikadan, Avstraliyadan, Evropanda) keldim

RESPONSES
Yes - Ha
No - Yoq, inglizcha gaplashmayman
That depends - Vaziyatga boghliq
I don't know - Bilmayman
I don't think so - Unday deb uylamayman
I think so - Shunday deb uylayman
It doesn't matter - Farqi yoq
I don't mind - Qarshi emasman
Of course! - Albatta
True - Rost
I agree - Roziman
I disagree - Noroziman
With Pleasure - Jonim bilan

QUESTION WORDS
Where? - Qaerda?
When? - Qachon?
Why? - Nimaga?
What? - Nima?
Who? - Kim?
How? - Qanday qilib?
How much/many? - Qancha?
What are you doing? - Nima qilayapsan?
Could you help me? - Yordam bera olmaysizmi?
Congratulations! - Tabriklayman
Good luck! - Omad yor bulsin
Enjoy the meal! - Yoqimli ishtaha
Take care! - Ehtiyot buling
Thank you for your help - Yordamingiz uchun rahmat
You are right - Siz haqsiz
You are so kind - Siz juda mehribonsiz

ETIQUETTE
Please - Iltimos
Thank you (very much) - (Katta) rahmat
Excuse me - Kechirasiz
With Pleasure - Bajonidil
I am sorry, but.. - Kechirasiz-u lekin….
May I…? - … maylimi?
Repeat, please - Qaytarib yuboring, iltimos.
Hope to see you again - Yana kurishamiz degan umiddaman.
Welcome - Hush kelibsiz!

AIRPORT
Can I fly there by plane? - Men u erga samolyotda uchib bora olamanmi?
Where is the information office? - Malumothona qaerda?
What time is my flight? - Mening reysim soat nechida?
(Is it) flight number …? - Bu reys raqamimi?
How long is the flight to …? - … ga uchish necha soat davom etadi?
Where can I book (buy) a plane ticket? - Aviachipta qaerdan sotib (bron qilib) olsam buladi?
When does the plane take off (arrive)? - Samolyot qachon jonab ketadi (qonadi)?
Where can I have my luggage registered? - Yukimni qaerda ruyhatdan utkazishim mumkin?
Where can I check the luggage? - Yukimni qaerda tekshirishim mumkin?
This is my luggage claim - Bu mening yukimga bolgan sorov?
Where can I pick up my luggage? - Yukimni qaerdan olishim mumkin?
How much luggage can I take? - Qancha yuk olishim mumkin?
How much should I pay for the excess weight? - Vaznidan ortiqcha yukka qancha to'lashim kerak?
I've carry-on luggage only - Mening qol sumgina bor
I've three pieces of luggage - Menda uch bolak yuk bor
Where is the left luggage office? - Yukhona qaerda?
I've got a lot of luggage - Menda yuk kop
I want a porter - Menga yuk tashuvchi kerak

RESTAURANTS (MEALS)
I am starving (hungry) - Men ochman
Is there a restauratn nearby? - Yaqin yerda restoran bormi?
Which restaurant would you recommend us? - Menga yahshiroq restoran tavsiya etasizmi?
What's the name of the restaurant? - Restoranning oti nima?
Is there a place where we can have a quick meal? - Bu yerda biror café bormi?
Could you, please, bring me the menu? - Menyuni bering, iltimos.
I would like to dring water (beer, wine, vodka) - Men suv (pivo) ichmoqchiman.
Could you ,please, bring me … - Menga … olib kelasizmi?
Let me say a toast - Tost aytishga ijozat bering
Could you help me, please? - Yordam bera olmaysizmi?
Could you show me where WC is? - Tualet qaerdaligini korsatisizmi?
To us! (toast) - Bu tost biz uchun!
To our friendship! - Dostligimiz uchun!
Thanks for the time you have spent with me - Menga ajratgan vaqtingiz uchun rahmat
It was a very nice evening, thanks - Ajoyib kecha boldi rahmat

SHOPPING
I would like to buy … (a shirt) - Men (koylak) … sotib olmoqchiman
How much does it cost? - Bu qancha?
What size is that? - Bu qaysi razmer?
I need the size 44 - Menga qirq tortinchi (44) razmer kerak
Which country manufactured it? - Qaerda ishlab chiqarilgan?
Does it feat me? - Yarashdimi?
What would you advise? - Nima maslahat berasiz?
I like it - Menga yoqti
I don't like it - Menga yoqmadi
I'll take it - Buni olaman
Where is cashier? - Kassir qaerda?
How much should I pay? - Qancha tolashim kerak?
Have a nice day! - Kuningiz hayrli bolsin!
Thank you for your help! - Yordamingiz uchun rahmat
You are so kind! - Siz mehribon inson ekansiz

SHOPPING
What time is is? - Soat necha boldi?
Second - Sekund
One'o clock - Soat bir
One-oh-five - Birdan besh minut otdi
A quarter to two - On beshta kam ikki
Ten to two - Onta kam ikki
One - Bir
Two - Ikki
Three - Uch
Four - Tort
Five - Besh
Six - Olti
Seven - Yetti
Eight - Sakkiz
Nine - Toqqiz
Ten - On
Eleven - On bir
Twelve - On ikki