Sigling á Eyjahafi

Skemmtisigling er einstakur ferðamáti

. . ., þar sem tíminn nýtist til hins ítrasta. Eftir að stigið er um borð í skip og farþegar fá lykla að káetum sínum tekur við einstök þjónusta svo gott sem er allan sólarhringinn, allt frá kjarngóðum morgunverði til skemmtiatriða á kvöldin. Á milli þessa er siglt eftir ám, vötnum og skipaskurðum og farið í skemmtilegar skoðunarferðir í framandi og fornum borgum. Boðið er upp á óþrjótandi dagskrá til að engum leiðist.

Þá er sigling einn besti mátinn til að slappa af og hlusta á öldunið hafsins eða árinnar, ekki þarf að skrá sig daglega inn á nýju hóteli og flotið er á milli merkra áfangastaða. Farþega bíða ný og áhugaverð kynni, hvort sem er á bókasafni, bar eða kaffihúsi skipsins og e.t.v. rómantískt kvöld á þilfari undir stjörnubjörtum næturhimni með kampavínsglas í hendi. Kvöldvökur eru og dansað er fram á nótt.

Dagur 1 Keflavík  – Aþena                            

Flug til Aþenu í gegnum London, Heathrow og komið sér fyrir á hóteli í miðborg grísku höfuðborgarinnar.

Dagur 2 Aþena

Skoðunarferð um Aþenu, hina gömlu miðborg og Akropólis háborgin, hluti af fornu borgríki Aþenu, þar sem siðmenning Grikkjaveldis náði hápunkti sínum í fornöld.

Dagur 3 Mikene

Heilsdags skoðunarferð til Mikene borgríkisin en leyfar af því eru 90 km suðvestan við Aþenu, það var uppi á 2. öld fyrir Kristsburð og var að hluta eytt af persneskum innrásarherjum. Þar er Epidaurus hringleikahúsið sem tók allt að 15 000 áhorfendur í sæti og mikil grafhýsi voru reist látnum leiðtogum.

Dagur 4 Sunion

Farið til Sunio höfða sem kemur fyrir í Ódyseiskviðum Hómers.  Allur skaginn var umkringdur 500 m virkisvegg, enda hernaðarlega mikilvægt svæði þegar borgríkin áttu í stöðugum erjum.  Eitt fegursta svæði Grikklands, þar sem hið friðsæla líf og sveitarómantík er í andstöðu við borgarmenninguna. Tækifæri að bragða á þjóðarréttum og eðalvínum á sveitaveitingastað í fjöllunum.

Dagur 5 Sigling hefst Mikonos eyja

08:30 farið til Pireus hafnar þar sem hefst sigling um Eyjahaf á skemmtiferðarskipinu M/S Louis Majesty. 11:00 siglt af stað til Minkonos eyju, skoðunarferð þar og siglt þaðan kl. 23:00. Fullt fæði og hin ýmsa skemmtan um borð í skipinu.

Dagur 6 Kusadasi

07:00 er komið til Kusadasi sem nú er tyrknesk eyja, áður Efes Grikkjaveldi. 12:00 siglt þaðan og komið 16:00 til Patmos eyju sem verður skoðuð. 

Dagur 7 Ródos

07:00 er lent við Ródos eyju sem verða gerð góð skil með skoðunarferðum, hægt að sóla sig á þessum fræga og vinsæla sumarleyfisstað. 18:00 siglt frá Ródos til Krítar.

Dagur 8 Krít

Heraklíon er höfuðborg þessarar sögulegu eyjar, skoðunarferð þar. 16:30 komið til hinar undurfögru Santorini eyjar þar sem merkar minjar um mikið eldgos eru. Sólbaðsaðstaða á dekki.

Dagur 9 Delfi

Komið til Pireus hafnar að lokinni siglingu og farið í skoðunarferð til Delfi, fornminja við Parnasus fjöll í Fokis dal (á heimsminjaskrá UNESCO). Farið til Kalambaka 12 000 manna undurfagurrar borgar í Þessalai héraði.  

Dagur 10 Meteora

Í dag er skoðað hið merka Meteora klaustur (á heimsminjaskrá UNESCO) sem reist er á stórum kletti úr sandsteini og er eitt helsta klaustur grísku Rétttrúnaðarkirkjunnar.

Dagur 11 Frjáls dagur í Aþenu eða sigling

Í dag er boðið upp á siglingu til eyjanna Egina, Poros og Hidra, með málsverði og tónlistarskemmtun um borð eða hægt er að hafa frjálsan dag upp á eigin spýtur í Aþenu.

Dagur 12 Annar í hvítasunni  Aþena – Keflavík

Ferðalok, hótel yfirgefið að loknum morgunverði og ekið út á flugvöll.

Leitið tilboða

Innifalið í verði:  

  • Flug og flugvallarskattar
  • Skoðunarferðir í dagskrá
  • Fullt fæði í siglingunni (fullt fæði er ekki alla daga í Aþenu)
  • Rútuakstur

Ekki innifalið:

  • Aukaskoðunarferðir sem eru í boði „optional excursions“
  • Drykkir
  • Þjórfé.

 

 afina1

afina

mikeny1

24144-1

krit

meteoraf2

olimpija