Hin mikla móða Volga

Dagur 1 Keflavík – Moskva

Flug til Moskvu og lent á Sheremetevo 2 alþjóðaflugvellinum NV – af borginni. Ekið þaðan að höfninni við Moskvuánna (einnig í NV-hlutanum), flutt um borð í skipið og kvöldverður um borð.

Dagur 2 Moskva

Eftir morgunverð farið í skoðunarferð um Moskvu: Tverskaja – aðalgata borgarinnar, háskólahverfið með útsýnisstað yfir alla borg og minjagripamarkaði. Meyjarklaustrið, Olympíuleikvangurinn, Sigur­garðurinn – stórt stríðsminjasafn / skemmtigarður sem reistur var 1995 í tilefni 50 ára sigurs í seinni heimstyrjöld.

Dagur 3 Moskva

Eftir morgunverð rútuskoðunarferð um Moskvuborg. Kreml – aðalstjórnsetur landsins. Rauðatorg, GUM gömul verslunarmiðstöð keisaranna. Alexandrovsky garðurinn, gröf óþekkta hermannsins. Velkomin um borð! Móttaka, kampavín í boði skipstjóra og sameiginlegur málsverður, frjálst kvöld.  Moskva kvödd og siglt af stað um kvöldið.

Dagur 4 Uglits

Uglits bær sem stofnaður var 1148, María Nagaja 7. kona Ívans grimma var hér í „heiðurs”- útlegð.

Dagur 5 Jaroslavl - Kosroma

Jaroslavl, gömul N – rússnesk 600 000 manna borg stofnuð af Jaroslav fróða á miðöldum. Kosroma, hér verður skoðaðar gamalar þjóðminjar sem eru dæmigerðar fyrir þetta svæði í mið – Rússlandi.

Dagur 6 Nizhni Novgorod

Nizhni Novgorod (Neðri Nýjigarður) þegar borgin hét Gorkí var hún lokuð útlendingum, hér var Andrey Sakharov í útlegð. Borgin var á verslunarleiðum milli A-, V- og S-, hér gætir margra menningaráhrifa, hér var mikill hergagnaiðnaður á tímum kalda stríðsins.

Dagur 7 Tseboxari

Hin hálfrarmilljóna manna borg Tseboxari er höfuðborg Tsjúvash þjóðarinnar, upphaflega austræn þjóð sem er mjög blönduð Rússum í dag. Höfum möguleika á að skoða bjórsafn og rölta um miðborgina í rólegri stemmningu héraðshöfuðborgarinnar.

Dagur 8 Kazan

Kazan höfuðborg Tatarstans – tatarar, sem eru múhameðstrúarmenn, eru ein af meginþjóðum Rússneska Sambandsríkisins. Sambandsríkisins og velmegun er hér mikil enda olía, gas og önnur jarðefni að finna. Hér verða skoðaðar gamlar þjóðminjar sem eru dæmigerðar fyrir þetta svæði í mið – Rússlandi, þar sem múslimar, kristnir og trúleysingjar lifa í mestu sátt og samlyndi. Virkið Kreml er á heimsminjaskrá UNESCO. Stærsta moska (tilbeiðsluhús múslíma) í Evrópu er í Kazan, Kul Sharif, hún skoðuð (konur setji upp slæður!)

Dagur 9 Samara

Samara fékk aftur hið upprunarlega nafn sitt 1991 en 1935 var hún nefnd eftir byltingarmanninum Valerian Kubyshev. Árið 1670 stóð kósakkinn Stepan Razin fyrir bænda­uppreisn gegn keisraveldinu. Borgin var varahöfuðborg Sovétríkjanna í heimstyrjöldinni síðari, þar sem hún liggur herfræðilega mjög vel við Volgu þar sem fljótið tekur þessa gríðamiklu beygju. Hér var byggt neðarnjarðarbyrgi fyrir Stalín, ef Moskva félli í hendur óvinarins. Miklar flugvéla- og geimskutluverksmiðjur eru í þessari borg.

Dagur 10 Saratov

Borgin var stofnuð af þýskum innflytjendum á 18. öld. og gætir þeirra áhrifa enn þó að hér búi mörg þjóðarbrot við hina mikilvægu vatnaleið, sem stundum er kölluð lífæð Rússlands. Með skipaskurðum sem grafnir voru undir Sovétvaldi var vatnaleiðin tengd við Kaspíahaf, Svartahaf (lengra í Miðjarðarhaf), Hvítahaf (lengra í N-Íshaf) og Eystrasalt.  Júrý Gagarín, fyrsti geimfarinn gekk hér í skóla

Dagur 11 Volgograd

Borgin hét áður Tsaritsyn en 1925 - ´61 hét hún eftir Kremlarbóndanum Jósep Stalín – Stalíngrad.   Í þessar sögulegu borg urðu umskiptin í seinni heimstyrjöld, hér hófst undanhaldið mikla hjá Þjóðverjum sem endaði í Berlín. Hið gríðarmikla minnismerki Mamaev Kurgan sem er um Stalíngradorrustuna skoðað en borgin sem hefur um 80 km langa strandlengju við Volgu varu rústir einar að loknum þeim hildarleik. Önnur minnismerki um heimstyrjöldina skoðuð.

Dagur 12 Dagur um borð í skipi

Ósnert náttúrufegurð við hið breiða Volgufljót sem siglt er eftir. Fullt fæði um borð: morgunmatur, hádegis- og kvöldverður. Björgunaræfing og velkomin um borð! Móttaka, kampavín í boði skipstjóra og sameiginlegur málsverður. Ýmis skemmtan í boði áhafnar og skemmtikrafta skipsins.

Dagur 13 Astrakhan

Frekari skoðunarferð um Astrakhan borg sem er þekkt fyrir útgerð og fiskvinnslu, m.a. farið á fiskmarkaðinn sem þekktur er fyrir styrju og kavíar, vara sem nú þykir hið mesta lostæti

Dagur 14

Ferðalok, eftir morgunverð flug heim á leið, gegnum Moskvu og Kaupmannahöfn, að öllum líkindum. Komið til Keflavíkur um kvöld að íslenskum tíma, um kl. 21:00, að staðartíma.

1moscow6005 

1ugl

 

1kostroma6

 

1nijnyc

 

1kazan1

 

1volg1518

 

 

Leitið tilboða

 

Innifalið í verði:    

  • Flug og flugvallarskattar
  • Allar skoðunarferðir í dagskrá
  • Rútuakstur
  • Fullt fæði: morgun-, hádegis- og kvöldmatur (kvöldverður fyrsta dag og morgunverður lokadag)
  • Skemmtiatriði um borð í skipinu
  • Staðarleiðsögumenn og íslensk fararstjórn.

 Ekki innifalið:

  • Aukaskoðunarferðir á vegum útgerðar „optional excursions“
  • Drykkir í veitingarsal, á kaffihúsum og börum skips
  • Vodkasmökkun
  • Þjórfé. 
Upplýsingar um skipið
Skip okkar eru af 302 gerðinni, öll nýuppgerð
Lengd 130m, farþegafjöldi 260 manns, djúprista 3m, áhöfn rúmlega 100 manns (sem dekrar við farþega!)
Allar káetur eru með stórum gluggum sem snúa út ("til hafs")
Hér eru myndir af vistarverum og hinum glæsilega aðbúnaði um borð:

 

skipid 302_typan_rus   foto leninreception  stairs

             Mynd af skipi okkar                                                                  Afgreiðslan                                                           Stigi frá afgreiðslu

   twin.standart             foto leninrestaurant0             img 0295

         Tveggja manna káeta                                                         Matsalur                                                                       Listaverk úr eldhúsinu

 foto leninbarconferencehall   foto leninsmallbar  bar boat deck           

                    Bar / danssalur                                                               Panorama bar                                                                Bar,  kaffistofa

deckplan krasin             twin.cabin.krasin                single4

 

                     5 þilför og skipan káeta                                            Tveggja manna káeta               Eins manns káeta.